Færsluflokkur: Bloggar

Eðlileg afleiðing stefnu ESB í peningamálum.

Gengi Evrunnr er búið að vera lengi of sterkt gagnvart öðrum miðlum. Seðlabankar Evrópu hafa haldið uppi ákveðnu "falsgengi" á evrunni. Björgunarleiðangur ESB er rétt að byrja! Spurning hvernig við Íslendingar bregðumst við þessu á næstunni. Athyglisvert að fylgjast með því hvort við Íslendingar kunnum að nýta okkur þessa stöðu á næstunni.
mbl.is Gengi evru lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn með og á móti, en ekki sama hvar og í hverju!

   Ríkisstjórn á móti kynningu Norðmanna á námi í herskólum sínum, en styður hinsvegar aðgerðir NATO í lýbíu og aðgerðum þeirra þar m.a.  Samhennt Ríkisstjórn ekki satt!?!  Þetta mál er náttúrulega bara "fárviðri í tómu vatnsglasi" eða þannig...
mbl.is Herkynningar verði bannaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú glottir forysta Vinstri grænna.

Ljóst er að Guðfríður Lilja fær litlu ráðið með þetta hjá VG. Forysta þess flokks er múlbundin af Samfylkingu og þeim dettur nú ekki í hug að hlusta á hugm. sem þessar á meðan forystan situr í Ráðherrastólum sínum. Guðfríður þarf því áfram að berjast við "vindmillurnar" sínar. Ögmundur sér til þess að hún missi sig ekki í meirihlutastarfinu.
mbl.is Tillaga um úrsögn úr Nató
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglugerðarbáknið innleitt án mikillar andstöðu.

Atli hefur mikið til síns máls í þessum efnum. Samfylkingin hefur lekið í gegnum þingið fjölmörgum reglugerðarbreytingum án mikilla umræðna eða andstöðu frá öðrum flokkum því miður. Innleiðingin inn í ESB heldur áfram og hljótt fer um hana þessa dagana, og Vinstri Grænir taka glaðir þátt í þeirri innleiðingu.
mbl.is ESB-tilskipanir á færibandi á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindavegurinn.

Já, það þurfti að breyta nafni helstu verslunargötu landsins, til að minna okkur á að mannréttindi skuli virt í orði og á borði.
mbl.is Nafni Laugavegs breytt í Mannréttindaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo borgum við fyrir endurreisnina.

Skattborgarar fá hærri skatta í kjölfarið til að koma bönkunum af stað aftur. Allt í anda félagshyggju stjórnmálanna!


mbl.is Töpuðu 480.882.144.209 krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á Bónus?

Það kemur allavega ekki fram á Heimasíðunni þeirra Bonus.is!! Þar er enn þess getið og látið í það skina að Feðgarnir Jóhannes og Jón eigi kompaníið. Skyldi almenningur vita hver eigi Bónus í dag, ég efa að svo sé. Það er skiljanlegt að menn sem reka búðir eins og "kostur" vilji ekki taka þátt í könnun sem er ekki að gefa rétta mynd af markaðnum í dag, enda er hann með mjög "skekkta mynd" og verður því að fara varlega í að álykta um hver sé raunverulega að bjóða best í dag. Stundum er það nefnilega skattborgarinn sjálfur sem fær að borga brúsann að lokum.
mbl.is Bónus oftast með lægsta verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

we are the slowest but the lowest.

Hillary rifjaði þetta slagorð LOFTLEIÐA upp á góðum fundi með honum Össuri, en líklega ætti þetta slagorð frekar við um Ríkisstjórnina í dag.
mbl.is Langur fundur með Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORRÉTTINDAHYGGJA Vinstri Grænna!

Þvílíkt rugl og þvílík skömm fyrir Ráðherra áfengismála í Íslandi. Með þessu er Steingrímur að stuðla að auknum forréttindum fyrir ákv. hóp fólks í landinu, þ.e. fólkið sem ferðast af ýmsum ástæðum. Þetta fólk á ekki að þurfa á einhverri sérmeðferð að halda, líklega hefur þessi hópur fólks nægt fé til að versla þennan mjöð, líkt og annað fólk hér á landi sem er "njörfað" niður hér og kemst ekkert vegna dýrra fargjalda og fl. En líklega er hugsunin hjá Félagshyggju Ráðherranum Steingrími að liðka til fyrir öllum opinberu embættismönnunum sem eiga eftir að ferðast milli Brussel og Íslands m.a. og þetta mun líklega vera liður í að bæta þeim upp LÁGAR tekjur í opinbera geiranum, enda eru menn þar farnir að kvarta yfir að lítið gangi í kjaramálum, sérstaklega þingmenn og embættismenn í Ráðuneytum og víðar. En á meðan fær Íslenskur almúgi að greiða fyrir þessa gleði Ráherrans með hærri gjöldum í ÁTVR.

mbl.is Fá að kaupa meira öl í Fríhöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband