Færsluflokkur: Bloggar

Bjarnargreiði!

Nú er enn einn björninn kominn á land!  Og nú liggja umhverfissinnar í því!!  Hvað ætla menn að gera? Á meðan menn hugsa étur björninn eggin í æðarvarpinu og veldur þvi að fuglalífið er í hættu á svæðinu, þ.e. færri ungar komast á legg.  En á meðan "sæti" bangsinn bíður örlaga sinna á Skagaströnd (á dauðadeildinni) og bíður þess að áfrýjunardómstóll í Reykjavík kemst að niðurstöðu um örlög sín, þá eru umhverfissamtök komin af stað og heimta að farið sé eftir því sem erlend friðarsamtök fara fram á, þ.e. að bjarga bangsa og kosta "öllu" til að koma honum á haf út aftur.  Þetta verður fróðlegt að fylgjast með!  Mín tillaga er sú að erlend samtök svari nú strax og kosti þá björgunina á honum. 
mbl.is „Allt í biðstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hillary vonast eftir embætti hjá Obama.

Nú þegar Hillary er búinn að tæma kosningasjóð sinn og rúmlega það, ákveður hún að gefast loksins upp fyrir Obama.  Á þrjóskunni hélt hún áfram að berjast gegn honum, þangað til nú, þegar hún sá að hún var farinn að skemma fyrir flokknum í heild.  Nú lofar hún að berjast við hlið hans gegn Mc Cain. og um leið vonar hún líklega að geta náð upp í þær milljóna dollara skuldir sem hún hefur sankað að sér undanfarnar vikur og mánuði.  En líklega bjargast þetta allt, enda virðast þau hafa ákveðið nú þegar með framtíðina á fundi sem þau áttu saman.  Hvort um ráðherraembætti er að ræða eða varaforseta verður spennandi að fylgjast með.  Með baráttuni í haust verður án efa fróðlegt að fylgjast með! 
mbl.is Obama hrósar Hillary Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið besta mál!

Það er gott að loks  sé búið að leysa þessi borgarstjórnarmál, borgarstjórnarflokkurinnn getur nú farið að huga að hagsmunamálum borgarbúa, án þess að vera alltaf upptekinn við að svara "pressuni" um innri mál borgarstjórnar. Til hamingju Hanna Birna! 
mbl.is Hanna Birna verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart!

Það er ekkert sem kemur manni á óvart í þessari frétt, við þessu mátti búast.  Það mátti búast við að samdráttur yrði mikill hér, eftir þá miklu uppsveiflu sem verið hefur síðustu ár.  En nú reynir á ríkisstjórnina að sýna hvað í henni býr!  Hvernig bregst hún við næstu mánuði og misseri.  Seðlabankinn virðist vera að vinna vel í sínum málum, hvað varðar að verja stöðu krónunnar og stöðu peningamála hér á landi.  En nú þurfa stjórnvöld að sýna hvernig við getum nýtt okkur það mikla góðæri sem verið hefur undanfarin ár, til að mæta þeirri "kreppu" sem nú er skollin á. En eins og stjórnvöld hafa sagt á síðustu misserum,  þá eigum við að vera í betri stöðu en aðrar þjóðir til að takast á við niðursveifluna. Trompin í spilunum eru á borðum stjórnvalda!! 
mbl.is Samdrætti spáð í einkaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr skattur frá ríkisstjórn í haust!

Í haust á að leggja fram nýtt skattafrumvarp um hækkun eldsneytisskatts á almenning, sem að sjálfsögðu hefur áhrif á lánsvísitölur til hækkunar og fl.  Þessi skattur er kominn til að vera! Það er alveg ljóst að þessi skattur er að kröfu SAMFYLKINGARINNAR og er  sérstakt áhugamál EVRÓPUSAMBANDSRÁÐHERRA okkar Þórunnar Sveinbjarnardóttur (umhverfisráðherra). Í miðri olíukreppunni virðist mönnum eina lausnin að "hækka skatta".  Eins og þeir séu ekki nógir fyrir?  Ástæðan sem gefin er fyrir er að það þurfi að "REFSA" eigendum bensínháka fyrir að keyra á sínum eyðslufreku farartækjum!!  Nú spyr maður: Er ekki búið að refsa nóg, þarf nýja skatta? Er eina lausnin að herma eftir nágrönnum okkar og skattpína borgarana?  Ætlum við virkilega að hverfa áratugi aftur í tímann í þessum efnum?  Þetta arfavitlausa frumvarp hefur engin meiri áhrif á eigendur bensínháka í dag, en hið háa eldsneytisverð hefur nú þegar.  Það mun hinsvegar hafa mikil áhrif á hinn almenna borgara í þessu landi til skemmri tíma og lengri!  Það verður að hafa í huga að almennt er talað um að eldsneytisverð hækki um a.m.k. 5kr. til að byrja með.  Svo virðist sem þetta sé bara einn af mörgum  nýjum óbeinum umhverfissköttum sem Samfylkingingunni bráðligggur á að koma á.  Er þetta bara byrjunin á skattafárinu...
mbl.is Bensínhákar óseljanlegir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HNÖKRALAUST!

Já, þetta var alveg frábært, varla séð nokkurn  tíma eins vel flutt lag  fyrir Íslands hönd í Eurovision.  Frábært hvernig Friðrik náði sérstaklega að nýta sér myndavélarnar vel og samæfingin frábær hjá þeim.  Gerist ekki betra á sviði.  Áfram Ísland!

 


mbl.is „Kom skemmtilega á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland hornreka í Evrópusambandinu!

Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið veikt fyrir hugm. á borð við að ganga í Evrópúsambandið!  Hvað sækist fólk eftir, er það skrifræðið sem það er hrifið af, styrkirnir sem það getur sótt þar um, opinbera báknið sem fylgir embættismannaelítunni í Brussel og víðar, eða eitthvað annað?  Finnst fólki ekki nóg að vera að "argast" út í innlenda pólitíkusa alla daga um hin og þessi málefnin? Vilja menn virkilega fá yfir sig heilan "her" að pólitíkusum sem taka ákvarðanir um líf okkar dag frá degi!  Og hvernig ætlum við þá að koma skilaboðum áfram um misrétti af  hinu ýmsu tagi sem upp kanna að koma á framfæri við hið fjöltungumála og sundurleita skrifræðibandalag.


mbl.is Geir: Ég vil ekki ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siglt hraðbyri í rétta átt!

Ekki að spyrja að þeim í Seðlabankanum, koma alltaf á óvart! Davíð og félagar skreppa í heimsókn til Norðurlanda og koma svo heim með loforð frá nágrönnum okkar um að kaupa krónur í milljarða tali!  Svona gerast kaupin.  Og með eingöngu loforð upp á vasann, þá ríkur gengi krónunnar upp og bensínverðið fellur, verðbréfin upp o.s.frv.  Nú bíðum við bara og sjáum hvort matarverðið fari ekki að lækka líka!! Ég segi nú bara, þvi ekki að senda Davíð víðar í Víking og semja um sölu krónunnar víðar.  Enn semsagt hið besta mál!!!

 


mbl.is Fyrsti þáttur í lengra ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýsandi fyrir stöðuna á fasteignamarkaðinum!

Það er jú kannski viðeigandi að lýsa ástandinu hér á landi og með þessum hætti, allt á hverfandi hveli eða hvað!?!
mbl.is Húsi sökkt í Tjörnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt gert til að ná góðri frétt!!

Það kemur svo sem ekki á óvart með að fólk sogist inn í atburðarás sem þessa, allir æsast upp, enda málið komið í tóma hringavitleysu!  Fréttamenn, ljósmyndarar og fl. sjá þetta að sjálfsögðu sem veislu fyrir sig, jafnvel þótt hinn almenni borgari sé búinn fyrir löngu að sjá skilaboðin frá mótmælendum þ.e. "trukkabílstjórum" og þeir hinir sömu séu komnir með upp í háls af þessu öllu, meira að segja trukkastjórar sjálfir farnir að sverja af sér ólætin í stuðningsmönnum þeirra sjálfra!!

 

 


mbl.is Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband