Færsluflokkur: Bloggar

Efasemdarráðherrann.

Það verður nú að segjast með þennan ráðherra að það er fátt sem honum er kært hvað varðar atvinnu og uppbyggingarstarf í þessu landi.  Þessi ráðherra hefur efasemdir með hvað sem gert er í landi þessu.  Kemur svo sem ekki á óvart enda er hann (ráðherrann), örugglega búinn að stimpla sig inn,  í starfinu sem vinstri sinnaðasti ráðherran í ríkisstjórninni, má segja alveg frá fyrsta degi.  En svona er það nú, við virðumst alltaf verða að hafa einn efasemdarráðherra í hverri ríkistjórn, svo hægt sé að gera öllum til geðs, og passa upp á að vinstri grænir hljóti nú ekki öll atkvæði efasemdarmanna í þjóðfélaginu. Þessi ráðherra er líka vel þjálfaður í skrifræðinu og kann að teygja og beygja lagareglur Evrópubáknsins til innleiðingar hér uppi á Íslandi og mun áreiðanlega vera dugleg áfram til slíks næstu misserin...
mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg Dagsatt hjá Degi!

Já hann hittir alveg naglann á höfuðið með þetta hann Dagur B. Það er með ólíkindum að það eigi að spandera allt að milljarði í þessa "skókassa" á Laugaveginum og svo verður þetta meira að segja fordæmi fyrir því sem á eftir kemur í þessum miðbæ okkar.  En það er þó skrýtið að Dagur skuli hneykslast á þessu  öllu því hann og hans fólk í Samfylkingu vildi að Þjóðin öll spanderaði í þessa hjalla á Laugaveginum með því að koma málinu í hendur Þorgerðar Katrínar Mennta og menningarráðherra!  Samfylking var ekkert með aðra stefnu í þessu, Samfylking var bara svo "heppin" að losna við að taka ákv. i þessu máli eins og flestum örðum erfiðum málum sem hún hefur fengið til meðferðar.  Annars er sorglegt hvernig komið er fyrir þessum miðbæ okkar, virðist ætla að verða minna og minna eftirsóttur af borgarbúum, nema um helgar á kvöldin, og við einstakar uppákomur eins og skrúðgöngur og þess háttar þegar fólk gengur niður Laugaveginn, annars virðist öll verslun vera horfin úr miðbænum og aðeins þeir sterkefnuðustu sem hafa efni á að þrauka enn um sinn þarna niður frá.

 


mbl.is Segir borgarsjóð tapa hálfum milljarði á Laugavegshúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins um fyrirvarana í samningum!

Verkalýðshreyfingin stendur nú í kjaraviðræðum og hægt gengur.  Það er nú orðin skoðun margra í dag að hún sé orðin veik og máttlaus í baráttumálum sínum.  En ef hún ætlar á annað borð að semja, (sem er sp. hvort vit sé í að gera yfir höfuð þessa dagana eins og málum er háttað í þjóðfélaginu í dag), þá getur varla verið nokkurt vit í að semja til langs tíma, vegna þess ástands sem uppi er hjá hinu opinbera. Þá á ég við að ekkert er á að treysta á þeim bænum hvað varðar kjarasamninga í haust sem þá hefjast hjá þeim, því það er ljóst að opinberi geirinn ætlar sér að bjarga málum, með ríflegum kjarabótum í haust þegar almennir kjarasamningar eru frágengnir.  Besti kosturinn á almenna markaðnum er að semja til styttri tíma, meðan ástandið er ótryggt hjá hinu opinbera!.  Hið opinbera ber líka mikla ábyrgð, og ekki nóg að hinn almenni markaður sé varkár, ef hið opinbera opnar svo allar flóðgáttir strax á eftir.  En ég vona þó  að verkalýðshreyfingin sé þó enn með lífsmarki og fylgist með þessum málum fyrir umbjóðendur sína og hafi nóg af fyrirvörum í samningum sínum gagnvart ríki og sveitarfélögum.
mbl.is Átelja ríkisstjórnina vegna kjaraviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins um litlu stúdentamótmælin!

Athyglisvert að sjá þessar ólæti í Ráðhúsinu.  Margt fólk var þar á pöllum að sjá og athyglisvert að sjá þá óvirðingu sem borgarbúum var sýnd þar með öskrum og látum.  Þessi skipulögðu mótmæli áttu að hafa þau áhrif að lítillæka þann meirihluta sem er að taka við!  Að öllum líkindum mun nú þetta líklega hafa þveröfug áhrif þegar til lengri tíma er litið.  En aðeins um þau ummæli sem sumir borgarfulltrúar  og (vara) höfðu um ástandið þarna í dag.  T.d. sagði Margrét Sverris, að á pallana væri mætt fólk á öllum aldri til að mótmæla!!?!!  En ekki sást betur en að þeir sem mótmæltu væri eingöngu "unga fólkið" ásamt einstökum fullorðnum eins og t.d. Hallgrími Helga. rithöfundi og borgarfulltrúamaka. sem sagði sjálfur í viðtali við fjölmiðla að þetta væri "skemmtileg" uppákoma!  Nú er sp. hvernig fólk vill haga lýðræðinu í þessu landi.  Sumir vilja nota þær aðferðir sem notaðar voru fyrir áratugum síðan, þegar þeir aðilar verða sárir og súrir!  Svo virðist sem einhver Lísa sem kom fram í fjölmiðlum í dag hafi staðið fyrir því að draga fólk til mótmæla í Ráðhúsinu.  Spurnig hvort hún Lísa hafi ekki frekar átt að halda með liðið í Undraland frekar en í Ráðhúsið, því þetta lið virðist orðið svo ráðvillt á ástandinu í borginni í dag og vantar leiðsögn í gegnum lífið á næstunni!!!
mbl.is Ólafur kjörinn borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfissinnar seint ánægðir!

Það er ekki að spyrja að umhverfissinnum, alltaf finna þeir agnúa á öllum nýjungum, nú eru það smábílar sem þeir ráðast gegn.  Smábílar eiga að koma í stað bifhjóla sem eru mörg í henni Asíu.  Einhvern tíma hefðu umhverfissinnar fagnað nýjungum sem þessum, en nú segja þeir stopp! Það er ekki sama hvar smábílarnir eru settir niður að þeirra mati, hin fátæki almúgi í þessum löndum á ekki að fá tækifæri að ferðast með öruggari hætti en þeir hafa gert hingað til, heldur vilja umhverfissinnar að þetta fátæka fólk ferðist áfram á skellinöðrum og öðru þvílíku.  Umferðin er vandamál þarna að mati umhverfissinna.  En mætti ekki halda því fram að meiri áhersla verði lögð á að laga þessi umferðamál þá í framtíðinni með aukinni smábílaeign!  Verður þetta ekki til þess að stjórnvöld þarna fái aukinn þrýsting í þeim efnum að laga samgöngukerfið, sem er nú víst ekki gott þarna?  Ætli yfirvöld liggi ekki á því að gera nokkuð vegna lítils þrýstings frá skellinöðrueigendum og fleirum sem dæmi.  Hvenær koma annars þessir bílar til Íslands...
mbl.is Ekki hrifnir af ódýrum bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um Sundabrautina!

Það er þetta með Sundabrautina aftur, að það lítur út fyrir að við landsmenn fáum ekki að líta hana fullbúna fyrr en við (eða allavega ég) höfum náð háum aldri, eða svo lítur út fyrir.  Þessi framkv. (sem ekki er hafin ennþá) er orðin að einni skömmustulegu samgönguframkv. Íslandssögunnar.  Það er búið að kosta tugum ef ekki hundruðum milljóna í rannsóknir á þessari framkvæmd undanfarinn áratug eða meira, en ekkert gerist.  Allan þennan tíma hefur þessi framkv. verið í höndum gamla R. listans í  Reykjavík, og svo nokkra mánuði í höndum Sjálfst.manna og svo aftur nú í hendur hins nýja R. lista og ekkert gerist og ekkert "mun" gerast á næstunni, boltanum bara kastað á milli borgar og ríkisins", og vegargerðin er þarna á milli!!  Svona getur þetta gengið áfram næstu árin.  En eitt virðist þó vera meir og meir í umræðunni, þ.e. leiðirnar sem menn vilja fara.  Í upphafi var talað um ódýra leið, þar sem ríkið var tilbúið að greiða mestan hlutann,  en nú mörgum árum síðar eru embættismenn og stjórnmálamenn farnir að tala um miklu, miklu dýrari leiðir sem munu kosta borgarbúa og jafnvel landsmenn líka margfalda þá milljarða sem í upphafi var talað um.  Oft hefur verið talað um  "fleesing of America" ef ég man rétt, þ.e. í Bandaríkjunum, en þar hefur þessi umræða oft komið upp í sambandi við þegar hið opinbera er að eyða í hluti sem aldrei munu koma borgurum til góða.  Þ.e.a.s. "tapaðir aurar" , og þeir eru orðnir ansi miklir í þessu máli af ýmsum ástæðum, m.a. hagrænum.  En nú kasta þeir boltanum á milli sín flokksfélagarnir Herra Borgarstjóri og  hæstvirtur samgönguráðherra og deila um hver tefji, og Vegamálastjóri situr á milli og horfir á.  En hann verður nú líklega löngu hættur þegar eitthvað gerist... 


Kemur ekki á óvart!

Það kemur ekki á óvart að bílaumboðin hækki verðin á þessum tíma!  Það er löngu orðinn vani hjá mörgum fyrirtækjum  hér á landi að nota áramótin til að hækka verðið á sínum vörum.  Það er í rauninni regla frekar en vani að hafa þennan háttinn á, því íslendingar eru löngu farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að sjá hækkanir á vöru og þjónustu á þessum tíma, hvort sem það er einkageirinn eða hinn opinberi sem hækkar.  Munurinn er þó sá að "landinn" getur haft áhrif á verðlagið í einkageiranum með því að hunsa þær vörur sem hækka "óeðlilega" en ekki þá þjónustu sem hækkar hjá hinu opinbera!.  En hvað verðhækkanirnar hjá bílaumboðunum varðar, þá vekur athygli að þeir nota sömu afsökunina allstaðar, þ.e. hækkun frá birgjum eða gengið,  Það væri nú gaman að fá að sjá þessar hækkunartölur á borðinu frá birgjum, en að sjálfsögðu er ekki nefnt nákvæmlega hverjar þær eru, enda spyrja fjölmiðlamenn ekki að því að sjálfsögðu, en við vitum það þó nú að birgjar um allan heim hafa hækkað sínar vörur um einhverjar prósentur nú síðustu mánuði samkv. fréttum umboðanna!.  Mér hefur alltaf fundist skondið hve umboðin hafa verið samstíga með verð á bílum í gegnum tíðina, en það hefur kannski meira með það að gera hvernig bílaverðlagningu er háttað almennt í Evrópu, en það er allt önnur umræða!  En auðvitað er það okkar neytenda að ákv. hvernig brugðist er víð í þessum aðstæðum.  Við lifum þó í frjálsum heimi sem betur fer... það er enginn að þröngva þessu upp á okkur!

 


mbl.is Verð á nýjum bílum hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

friðargæslan!

Aðeins um friðareftirlitið:  Það er athyglisvert að utanríkisráðuneytið skuli hafa áhyggjur af þessum málum, einmitt á þeim tímum þegar ráðuneytið er að draga til baka fólk sitt frá ófriðarsvæðum eins og Írak og Afghanistan o.s.frv. Ætti ekki ráðuneytið að vera fegið að geta dregið sitt fólk heim aftur, enda er það stefna þess í öllum þessum málum þessa dagana!  Athugum nú yfirlýsinguna aðeins:  Íslensk stjórnvöld harma ákv. stj.valda í Kolómbó og óttast "enn meiri " hörmungar  íbúa landsins. Einmitt það, hörmungar ERU miklar þarna nú þegar.  Nú er sp. þessi: Hvort er nú betra að hörmungar standi lengi yfir í litlum skömmtum ,( eins og lýsingin af þessu er þarna núna) ef þannig má að orði komast, jafnvel kynslóð eftir kynslóð eins og þetta virðist geta orðið, eða að láta þetta lið gera upp sín mál í eitt skpti fyrir öll. (og þá vekti það meiri eftirtekt og sterkir traustir aðilar gripu síðan inn í framhaldinu samanber í Írak og afghanistan og víðar!) Ekki ætla ég þó að gera lítið úr ástandinu þarna, eða segja að við höfum ekkert að gera þarna, en Það virðist stefna utanríkisráðuneytis að draga allt vopnað íslenskt lið heim a.m.k. rétt eins og víðast hvar í Evrópu stefnan sé.  Þegar á reynir bakka Evrópubúar og láta aðra traustari aðila klára málin að sjálfsögðu!

  


mbl.is Starfssemi SLMM í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áramótaheit forsetans!

Góðan daginn og gleðilegt ár!  Ræða Forseta Íslands var að venju heðfbundin og fátt sem kom á óvart, eins og það að hann myndi bjóða sig áfram til embættis næsta kjörtímabil, sem er líklega best úr því sem komið er, því það sparar okkur laun nýs forseta auk þess þurfa að greiða honum eftirlaun o.s.frv.  Þá talaði hann um að það þyrfti að hægja á eyðslunni og gæta hófs. Þetta eru orð í tíma töluð og hárrétt ábending sem við þurfum öll að huga að á næsta ári og gera að okkar áramótaheiti!.  Að sjálfsögðu geri ég ráð fyrir að forsetinn muni fara fram og sýna fordæmi í þessum efnum og lækka kostnað skattborgaranna á þessu embætti og er ég ekki í nokkrum vafa um annað en að hann muni standa sig vel í þeim efnum, enda kona hans sögð mjög séð í peningamálum og ætti því ekki að vera mikið mál fyrir Ólaf og frú að efna þessi áramótaheit.   
mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horft um öxl!

Það er vani um hver áramót að horfa til baka og gera upp árið með einhverjum hætti.  Fjölmiðlar keppast um að velja þennan eða hinn "atburð ársins", hvað var best og verst o.s.frv.!  Fortíðin er okkur einstaklega hugleikin.  Ég verð þvi endilega að fá að taka þátt í þessum viðburði á þessum tímamótum sem áramótin eru og fá að segja frá þvi sem ég tel hafa verið viðburði ársins og fl. frá mínum bæjardyrum séð:

Menn ársins: Björn I. Hrafnsson og Alfreð Þorsteinsson fyrir að hafa unnið vel og hratt að því að slíta borgarstj.samstarfinu í sumar sem leið.  Og tekist að vekja upp umræðuna um spillingu í borgarkerfinu hjá fjölmiðlum.  En allt snerist þetta í höndum Björns sjálfs að sjálfsögðu og hefur hann nú minni völd fyrir vikið!  En þetta mætti líka teljast til "klúður ársins".

Kona ársins: Svandís Svavarsdóttir:  Sem tókst að nýta sér glæsilega ástandið við stjórnarskiptin í borginni og er orðin áhrifamesta konan í meirihlutanum í borginni og tókst að ýta Degi B. Eggertsyni út í horn og úr sviðsljósi fjölmiðlana að mestu leyti!.  Hún kom upp nefnd þar sem átti að svipta hulunni af spillingunni í Rei málinu, en ekkert markvert hefur reyndar frést úr þeirri nefnd enn sem komið er, og má því segja að það séu "vonbrigði ársins".

Hundur ársins: Lúkas, sem bjargaði "gúrkutíðinni" hjá fjölmiðlunum tímabundið á árinu.

Bloggari ársins: Össur Skarphéðinsson, sem er duglegur að blogga á sömu tímum sólarhringsins og ég, (þótt ég bloggi ekki eins oft og hann, því mér er ekki eins mikið niðri fyrir með ýmiss mál og hann hefur á næturna). 

Pólitíkus ársins: Björgvin G. Sigurðsson sem lofaði að taka kröftuglega á ýmsum málum, neytendum til hagsbóta sem fyrst, en nú er árið nánast liðið......við bíðum....og bíðum.....

Endurkoma ársins: Ólafur F. Magnússon sem kom eins og kallaður þegar nýr meirihluti tók við í borginni og setti stefnumál sín og frjálslyndra til hliðar (eða bara kastaði þeim fyrir borð!), svo hægt væri að mynda meirihluta í sátt að sinni.

Veikasti hlekkur ársins: Stjórnarandstaðan á þingi sem hafði ekkert betra fram að færa en málþóf um það hversu lengi málþóf mættu standa á alþingi okkar íslendinga og svo umræður um mál eins og hvers vegna bleikt mætti ekki vera blátt og blátt bleikt o.s.frv.

Viðskiptamaður ársins: Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir að vera kosinn viðskiptamaður ársins hjá Fréttablaðinu sem hann á!

Nú, svona mætti áfram lengi telja.

GLEÐILEGT ÁR.

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband