Færsluflokkur: Bloggar
11.12.2007 | 12:42
Já, Daninn er sjálfum sér líkur!
ESB báknið er engu líkt! Nú vill danska vinstri konan og stórbóndinn Mariann sem er landbúnaðarráðherra ESB, banna sykur í vínframleiðslu, enda ekki hagsmunamál fyrir hana sjálfa, ræktar líklega ekki vín á neinum af þremur stórbýlum sínum í Danmörku, en vill að sjálfsögðu hafa vit fyrir öðrum um það hvað gera megi og hvað ekki!! Lýsandi dæmi um niðurrifsöflin í ESB...
![]() |
Banna sykur í vínframleiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 00:24
Borgarstjórnarfundur.
Nú stendur yfir borgarstjórnarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar þetta er skrifað. Athyglisvert er hve lítið er fjallað um þennan fund á netsíðum blaðanna þ.e. mbl eða vísi t.d. Hinn nýi meirihluti sem nú er tekinn við er ekkert enn á því að setja fram stefnuskrá sína eða málefnasamning fyrir næstu misseri. Lítið er fjallað um fjárhagsáætlunina á þessum fundi, þótt seinni umræða eigi að vera til umræðu samkv. dagskrá fundar. Þó reyna sjálfstæðismenn með veikum hætti að koma umræðu um þessi mál á dagskrá!. Það eina sem rætt er um er hvernig megi ráðstafa peningum borgarinnar í ný verkefni á næstu misserum eins og t.d. nýtt embætti umboðsmanns borgarinnar (einhverskonar leiðsögumann fyrir hinn almenna borgara). Nú dugar því ekki lengur hið hjálpsama símaver borgarinnar, heldur er nýju embætti bætt í báknið!. Svo er það stóra málið, SKATTURINN, hann verður ekki lækkaður á fasteignaeigendur næstu misserin, sjálfstæðismenn höfðu stefnt á lækkun hans. Hinn nýji ósamstæði meirihluti ætlar að halda áfram að þenja út BÁKNIÐ í kerfinu, með tilheyrandi kostnaði og svo ætla menn að grenja út úr ríkinu meiri hlutdeild í skattinum vegna þess að hinni "velstæðu borg" hefur tekist að spila út sínum bestu spilum í tóma óráðsíu síðasta áratug. Og það á mesta uppgangstíma landsmanna fyrr og siðar. Ríkinu hefur tekist að hagræða síðasta áratuginn en ekki BORGINNI!! Það er skiljanlegt að sum lítil sveitarfélög þurfi á hjálp að halda, en það að BORGIN þurfi að skríða til Ríkisins og biðja um ölmusu er "skandall". Þetta lýsir einfaldlega hvernig hinn nýji R-listi ætlar að starfa: jú, með sama hætti og áður. Borgarbúar fá að blæða út áfram, hægt og rólega. Enn og aftur verður maður að undrast hve lítinn áhuga fjölmiðlar hafa á málefnum borgarinnar og hafa lítinn áhuga á þeim "litlu" umræðum sem eiga sér stað um þá milljarða sem flæða út úr sjóðum borgarinnar. Þetta eru peningar okkar allra borgarbúa en ekki bara borgarfulltrúa Reykjavíkur. Það þarf á vökulum augum fjölmiðlamanna að halda til að ekki fari illa í borginni á næstu misserum og ný hneyksli á við "rækjueldi, línu-net" eða sitthvað annað eigi sér stað enn og aftur. Nú reynir á borgina, þegar harðnar á dalnum í peningamálum landsmanna. Nú þýðir ekki að "fela sig" á bak við uppsveiflur í gengi krónunnar eða hækkun verðbréfa og fl. Sá tími er líðin að sinni!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 14:26
GOLF!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 18:07
Um ljósleiðara og heimreið!
Það er lofsvert að sjá frétt um það þegar menn taka sig til og framkvæma hluti sem aðrir eiga að gera, en gera ekki fyrr en eftir "dúk og disk". Þannig var það með bóndann á Dæli í Fnjóskadal, hann beið ekki boðanna heldur rauk í hlutina og framkvæmdi sjálfur, þ.e. lagði ljósleiðara yfir Víkurskarðið, allt til að komast í háhraðasamband við umheiminn og losna við snjókomuna á sjónvarpskjánum, eins og hann orðaði það!. Hann borgar a.m.k tvær milljónir fyrir þetta eitt að geta notið nútímaþæginda. Þetta er nú kannski ekki mikill peningur, þegar það er haft í huga að flestir bændur eru með tugmilljónir króna dráttartæki og vinnuvélar á bæjum sínum og a.m.k einn til tvo jeppa til taks. En þetta mættu aðrir taka sér til fyrirmyndar, en ekki vera alltaf að treysta á að einstök fyrirtæki með stuðningi hins opinbera eða þá hið opinbera sjálft komi og bjargi hlutunum strax. Þetta sýnir þó það að fólk í hinum dreifðu byggðum landsins er nú ekki alveg bjargarlaust með öllu. Þetta sýnir líka að ef menn taka sig saman og ákv. að gera eitthvað líkt þessu eða þá eitthvað annað, þá er það hægt ef vilji er fyrir hendi!. Einkaframtakið er alltaf snöggara til athafna en hið opinbera. Það sama verður ekki sagt um framtak hins fyrrverandi pólitíkusar og núverandi athafnamanns og auðjöfurs, sem vildi slitlag á heimreið sína austur í sveitum!. Hann taldi það sjálfsagt að sækja um að sveitarfélagið leggði slitlag nokkur hundruð metra fyrir sig að bæ sínum þar í sveit. Þar sem sveitarfélagið var hvort sem er að vinna í þessum málum í næsta nágrenni. En það er eins og með marga framsóknarmennina, að þeir reyna alltaf til hins ýtrasta að kreista sem mest úr opinberum sjóðum, allt sem hönd á festir, jafnvel löngu eftir að þeir eru búnir að yfirgefa hinn pólitíska vettvang og eru með fullar hendur fjár. Það er hafsjór á milli þess framtaks sem bóndinn sýnir með framferði sínu og hins fyrrverandi pólitíkusar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 18:49
Sunnudagshugvekjan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 21:13
Keflavíkurflugvöllur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 14:19
Sala áfengis og tóbaks.
Á alþingi er frumvarp um sölu áfengis og tóbaks til umræðu. Þetta frumvarp er ekki þar í fyrsta sinn til umræðu, en þó er augljóst að fylgið, við að þetta frumvarp nái samþykkt eykst með ári hverju. Það eru heldur engin rök fyrir því að þetta frumvarp sé ekki samþykkt. Fyrir nokkrum árum var samþykkt frumvarp um að bjórsala skyldi leyfð hér á landi. Og ekkert hefur komið fram um annað, en að þetta hafi fallið vel í "landann". Svo vel, að drykkjumenningin hefur stórbatnað hér á landi. En það má ekki blanda þessari umræðu við annan vanda í þjóðfélaginu og þá þann að önnur fíkniefni, miklu sterkari hafa verið þjóðinni til vandræða undanfarið. En það er allt önnur umræða! Þetta með að leyfa sölu á bjór og léttvíni annarstaðar en í ríkinu getur ekki verið annað en hið besta mál, enda þegar komin reynsla á þetta óbeint, þar sem sumstaðar úti á landi er ríkið staðsett innan sumra verslana, en þó stúkuð sérstaklega af. Við eigum alveg að geta treyst stærri verslunum og fyrirtækjum til að sinna þessu með ábyrgum hætti. En eins og kemur fram í frumvarpi er ekki verið að tala um að litlir söluturnar eða söluvagnar og fl. eigi að fá leyfi til sölu á þessum varning. Á alþingi hafa andstæðingar þessa frumvarps bent á að á síðustu árum hafi náðst mikill árangur í forvarnarstarfi varðandi áfengisneyslu og bent á að neyslan hafi minnkað hvað styrkleika varðar. Þetta er akkúrat málið í hnotskurn, vð eigum að beina fólki meira í léttari vínin, en það gerist best með því að útiloka sterka áfengið frá almennri verslun. Við verðum að horfa áfram fram á veginn, en ekki standa endalaust í sporum fortíðar og hugsa hve gott það hefur verið að hafa eitthvert "opinbert yfirvald" til að taka ákvarðanir um líf okkar hér á þessari eyju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar