Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.6.2009 | 11:39
Verðbólga 2,5% í byrjun næsta árs!?!
Verðbólgumarkmið Seðlabankans 2.5% í byrjun næsta árs eru dágóð bjartsýni miðað við hvað er framundan í verðlagsmálum hér á landi. Hækkanir á hækkanir ofan eru það sem koma skal á næstu mánuðum, svo ekki sé nú talað um alla stóru hækkana póstana sem við fáum yfir okkur frá hinu opinbera um næstu áramót! Allar hækkanir á næstunni fara beint í vísitöluútreikningana og valda þ.a.l. hækkun á verðbólgu. Eins og áður hefur verið sagt er ekkert í spilunum sem sýnir fram á aðhald í ríkisrekstri á næstu misserum, öllu verður "skvett" út í verðlagið. Athyglisvert verður að heyra í forsvarsmönnum ASÍ og SA eftir þessa síðustu ákvörðun Seðlabankans!
![]() |
Slaknað á peningalegu aðhaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2009 | 09:20
Lækkun vaxta í takt við þróun mála hjá Ríkisstjórn.
Greinilegt er að Seðlabankinn hefur ekki trú á þeim aðgerðum sem Ríkisstjórnin leggur til í hagræðingaaðgerðum sínum! "peningastefnunefnd" sér ekki mikið gerast í landstjórninni sem gefi tilefni til lækkunar stýrivaxta að ráði. Ríkisstjórninn færir ekki fram neinar tillögur til hagræðinga innan Ríkisgeiranns. Eina lausnin hjá stjórnvöldum er að leggja á skatta og aftur skatta og það sérstaklega á almenning, en ekki hróflað við þeim geira sem snýr að stofnunum sem til að mynda Vinstri grænir hafa með að gera og má þar nefna sérstaklega Heilbrigðiskerfi sem og Menntakerfinu svo ekki sé nú minnst á Umhverfisráðuneytið. Í þessum geira verður líklega ekki hróflað við miklu. Alvöru tiltekt er ekki á dagskrá hjá hinni háu Ríkisstjórn, skellurinn verður tekinn af almenningi eins og búast mátti við frá upphafi. Og þetta veit Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn mæta vel.
![]() |
Vextir lækkaðir í 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2009 | 07:14
Tónlistarhús, þjóðinni dýrkeypt.
Eins og gera mátti ráð fyrir í upphafi, þá verður tónlistarhúsið baggi á þjóðinni næstu árin og við þurfum að greiða með þessu "bákni" langt inn í framtíðina. Þetta verður eins og með Þjóðarbókhlöðuna forðum, endar með að settur verður sérstakur skattur til að klára verkefnið, reikningurinn sendur skattgreiðendum.
![]() |
Tónlistarhús 650 millj dýrara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2009 | 22:54
Flottur árangur hjá "Yohanna"!!
Framar vonum, Norðmenn bjarga Íslendingum frá því að þurfa að halda keppnina að ári! Slíkt hefði orðið bagalegt fyrir okkur á þessum síðustu og verstu! En árangur Jóhönnu er auðvitað sá besti til þessa í Eurovision, því fleiri lönd voru í pottinum en síðast þegar við náðum öðru, þá voru færri lönd í potti. Þetta gefur okkur góða landkynningu og ekki veitir af. Áfram Ísland, vonum að við eigum eftir að fá fleiri jákvæðar fréttir á næstu vikum og mánuðum. Útrásinni má ekki linna þótt á móti blási nú um stundir.
![]() |
Langt fram úr mínum vonum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 18:40
Flott veður um helgina!
Nú er um að gera að gleyma kreppuástandinu og skella sér í sólina á ylströndinni og njóta veðurblíðunnar á meðan færi gefst. Látum ekki pólitík og skvaldur trufla okkur þessa helgina, verum á léttu nótunum og njótum sólarinnar og reynum að láta okkur dreyma um betri tíð með betri ríkisstjórn seinna meir...
![]() |
Veðurblíða um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2009 | 11:41
Áframhaldandi vísitöluhækkanir.
Ljóst er að hækkanir streyma inn sem aldrei áður, framundan eru skattahækkanir eins og t.d. sykurskattur og grænir skattar á eldsneyti og fl. Gengi mun áfram vera lágt sem þýðir frekari hækkanir á innfluttum vörum og einnig innlendum sem byggjast á erlendum hráefnum, þannig að við eigum eingöngu eftir að sjá til lengri tíma litið hækkanir á vísitölum og þar með hækkunum á lánum heimila og þar fram eftir götum! Svo má fastlega gera ráð fyrir hækkunum hjá opinberum stofnunum og Sveitarfélögum þegar líða tekur á næsta haust og vetur, þannig að betra er að gera ráð fyrir hinu versta á næstu mánuðum, ekkert er í pípunum hjá stjórnvöldum aðrar en skammtíma bráðaaðgerðir. Eina lausnin á næstu misserum er að liðka til fyrir fyrirtækjum stórum og smáum og hvetja til arðbærðra verkefna með ívilnunum á sköttum og til að fá erlenda fjárfesta til að halda áfram fjárfestingum hér á landi með ýmsum stórframkvæmdum í iðnaði og þjónustu. Það sem skortir nú eru nýjir frumkvöðlar með nýjar hugmyndir. Vandséð verður þó að þeir finnist á næstunni, undir þeim kringumstæðum sem nú ríkja hér og í ljósi þeirrar pólitískrar stefnu sem þjóðin ætlar að fylgja á næstunni.
![]() |
Grænmeti og ávextir lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2009 | 01:09
Engin festa í sáttmála nýrrar Ríkisstjórnar.
Það er alveg ljóst að ekki nokkur festa er í hinum nýja sáttmála Ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag. Svo virðist sem taka eigi málunum einfaldlega eftir því hvernig þó þróast frá degi til dags. Ekki nokkra lausn er á því að finna hvernig efla eigi arðbæra atvinnustarfsemi í landinu næstu misserin. Þetta hlýtur að vera forgangsmál að finna lausn á slíkum málum, nú þegar fyrirtækin í landinu fara að gefa upp öndina hvert á fætur öðru. Formaður vinstri grænna gefur loforð um að draga eigi úr Ríkisútgjöldum svo um munar á næstunni en veit það sjálfur fyrir víst að hann sjálfur fær engu ráðið um það, þar sem flokkur hans stendur fyrir allt annað en sparnað í Ríkisgeiranum. Ljóst er hinsvegar að landinu verður stjórnað að mestu af AGS (alþjóða gjaldeysissj.) næstu mánuði og vegna krafna frá þeim sjóði munu stjórnvöld þurfa að einhverju leyti uppfylla kröfur frá honum, en það verður ekki gert vegna frumkvæðis frá Ríkisstjórninni heldur vegna krafna AGS. Og þetta mál með ESB er hreinn brandari hvernig það á að verða afgreitt!!
![]() |
Ætla að treysta á andstöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2009 | 09:30
Dagurinn tekinn snemma hjá VG.
Já, þeir funda snemma á Sunnudagsmorgni hjá VG, annað en hjá Samfylkingu sem bíður fram til hádegis, spurning hvort flokksráð VG þurfi meiri tíma í umræður hjá sér um málið en hjá Samfylkingarfólki. Á þeim bæ er málið afgreitt hratt af formanni þess flokks. Athyglisvert verður að fylgjast með aðgerðum þessarar nýju stjórnar í atvinnumálum. Hvernig til mun takast að koma atvinnulífinu í gang svo eftir verði tekið. Það er helst í þeim málaflokki sem maður óttast að þessi nýja stjórn muni "feilpústa" hvað mest í !
![]() |
Flokksráð VG þingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2009 | 01:19
Af myndinni af dæma:
Þá mætti segja manni, að kalla mætti þetta Hjarðarhagakvartettinn!
![]() |
Ný ríkisstjórn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er það sem Seðlabanki gerir ráð fyrir í áætlunum sínum. Verðbólga hjaðnar hratt þessa dagana, og svo virðist sem að Seðlabanki geri EKKI ráð fyrir að sjá nýjar hugmyndir frá Ríksstjórn hvað varðar nýjar arðvænlegar framkvæmdir hér á landi á næstunni, einungis stöðnun sé framundan að því er virðist, enda sýnist manni svo vera, enda ekki við öðru að búast frá núverandi valdhöfum í landinu og því eru þeir hjá Seðlabanka greinilega jafn vonlitlir um bjarta tíma á næstunni. Þess vegna segja þeir einu lausnina á næstunni vera SKATTAHÆKKANIR!!!
![]() |
Umtalsverð vaxtalækkun í júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar