Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.6.2009 | 17:35
Utanaðkomandi: Jú! Gunnar I Birgis...
Er það ekki besta lausnin í stöðunni? Er hann ekki að hætta í Kópavogi? Alveg viss um að Nesbúar yrðu alveg í skýjunum með hann sem bæjarstjóra. Nú er bara að taka upp símann og hafa samband við manninn!! Annars er athyglisvert hversu miklar breytingar eru í gangi hjá sveitarfélögunum þessa dagana, menn vita varla sumstaðar ekki í hvaða flokki þeir eiga að vera s.b. ástandið í Grindavík sem dæmi.
![]() |
Bæjarstjórastólarnir bíða nýrra manna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2009 | 11:12
VG og Samfylking til ársins 2050!
Þetta eru háleit markmið hjá Ríkisstjórninni. Samstarfsyfirlýsing Ríkisstjórnar segir stefnt að minnkun á gróðurhúsaloftegundum um 50-75% fram til ársins 2050. Nú vitum við náttúrulega ekki hvort þetta samstarf verði traust allan þennan tíma, en aldrei að vita nema svo verði, allavega miðast markmið þessara flokka á ákveðnum aðgerðum við að svo verði. Margt á eftir að breytast í heiminum á þessum tíma og tæknin á eftir að þróast áfram, þannig að reglugerðir og markmið sem þessi verða kannski óþörf í framtíðinni. Fyrirtæki og einstaklingar eru stöðugt að vinna í þessum málum um allan heim og kröfur fólksins verða alltaf meiri með tímanum. Og ef drifkraftur einstaklinga fær að njóta sín án hlutskipta Ríkisins þá nást þessi markmið sjálfkrafa og fyrr.
![]() |
Samdráttur um 52% mögulegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki slæm auglýsing þetta!!
![]() |
Sektaðir fyrir áfengisauglýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 12:29
Fátt sem kemur á óvart í könnun.
Þetta er það sem fólk hefur getað séð fyrir. Fátt sem kemur á óvart í þessari könnun. Greinilegt að verðmunur er mestur þar sem mest samkeppni er og lítill á öðrum vörum eins og mjólkurvörum.
![]() |
Mikill verðmunur í verslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 12:16
Kreppuáróður.
Hvílíkt ástand sem er að verða hér á landi, nú á að hafa vit fyrir fólki hvað drykkjuvenjur varðar. Þessi fréttaskýring sem einhliða fjallar um rökin fyrir þessum skatti er bersýnilega til þess gerð að réttlæta nýja skatta á almenning og vísun á aukin útgjöld heimila í landinu í formi hærra verðs og hærri verðbólgu með hækkun á neysluvísitölunni sem dæmi. Athyglisvert að í fréttaskýringu er enginn áhugi á að ræða við talsmenn framleiðenda þessara vara eða annarra sem starfa við framleiðslu eða sölu á þessum vörum, það er nú nefnilega svo að ýmsar aðrar vörur valda heilsubresti hjá fólki eins og til að mynda feitar kjötvörur og svo dettur mér nú eitt í hug, hvort ekki eigi að skattleggja ódýran skófatnað , því sumt fólk á það til að kaupa "ódýra" skó frekar en dýra og þar með oftast skó í lélegri gæðum sem oft á tíðum veldur því að með tímanum fær fólk ýmsa kvilla í bakið og lappirnar vegna þess sem skófræðingar segja að sé vegna lélegs skófatnaðs! Þetta væri náttúrulega eitthvað fyrir þessa stjórn landsins að athuga. Dýrir vandaðir skór eru oftast hollari fyrir einstaklinga og sparar heilbrigðiskerfinu helling af pening. Svona mætti lengi telja áfram og lengi finna fleiri rök fyrir auknar álögum á hinar ýmsu neysluvörur landans. Íslensk alþýða getur lengi á sig þyrnum bætt!
![]() |
Hitaeiningasnautt gos sykurskattlagt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 23:53
Sjálfstæðismenn leggja sínar tillögur fram!
Samkvæmt þessari frétt virðast Sjálfstæðismenn tilbúnir með sínar tillögur í Efnahagsmálum, og forvitnilegt að fylgjast með á næstu dögum hvernig menn bregðast við. Þetta virðast raunhæfar tillögur við fyrstu sýn og vonandi að menn líti á þær almennt með jákvæðum augum. Ljóst er að Sjálfstæðismenn ætla ekki að liggja á liði sínu við að færa fram hugm. um endurreisn bankakerfisins og efnhag þjóðarinnar í heild! Vonum svo að Alþingi geti nú komið sér saman um að vinna þessi mál áfram í sátt, því þau eru brýn og nú liggur á að allir leggist á eitt við að koma málum í réttan farveg.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 19:13
Skiljanlegar áhyggjur.
Það er skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af þessu máli. Það lítur út fyrir að fólkið treysti ekki núverandi stjórnvöldum til að fara með þessi skuldamál þjóðarinnar. Samningurinn sem lagður hefur verið fram á Alþingi er afspyrnuslakur og ljóst að fólk hugsar mikið um hvað á að gera á næstu misseruml. Á fólk að reyna að flýja þetta "sökkvandi skip" okkar eða á fólk að reyna að standa þetta af sér og vona að eftir 7. ár þá verði búið að breyta aftur þessum skuldum í eitthvað allt annað!! Kannski jú ef núverandi stjórnvöld verða búin að semja okkur inn í ESB líka og þannig búið að koma hnútum þannig fyrir að við eigum engra kosta völ þegar við verðum endanlega hrokkin ofan í "kok" ESB báknsins.
![]() |
Hrekkur ekki fyrir skuldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 10:25
Réttmæt krafa!
Hlýtur að vera réttmæt krafa um að málið verði til lykta leitt fyrir dómstólum, en ekki einfaldlega samið í blindni við erlend stjórnvöld um þær skuldir sem sköpuðust við fjármálahrunið síðastliðið haust. Ljóst er þó að Safmfylkingin sem leiðir Vinstri græna í málinu við hafa hraða á til að geta haldið áfram með ESB inngönguferlið, ESB er sett ofar hagsmunum Íslands í þessu máli. Einnig virðist sem við höfum ekki náð miklu út úr þessum "nauðungasamningum".
![]() |
Margir skrá sig gegn Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2009 | 08:43
Ríkisábyrgð!
svo virðist sem verið sé að veita Ríkisábyrgð á greiðslu lána vegna gamla Landsbankans og eigna hans erlendis. Ljóst er að þetta verður þungur baggi á Ríkissjóði seinna meir. Athyglisvert að stjórnarflokkarnir skuli hafa komið sér saman um þessa niðurstöðu, erfitt að gera sér þó grein fyrir smáatriðum í þessu máli enn sem komið er, en greinilegt að allt er gert til að kaupa sér frið gagnvart þessum ESB löndum.
![]() |
Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2009 | 15:27
Skuldinni skellt á frjálshyggjuna!
En málið var: það var engin frjálshyggja sem kom Íslensku þjóðinni í þessa stöðu!! Þetta endalausa "væl" um að frjálshyggja hafi verið þarna í spilunum gengur engan veginn upp! Árni þór virðist falla í þá einföldu gryfju að túlka það litla frelsi sem auðmenn höfðu á sínum tíma til að koma aurum almennings úr landi sem svo að það hafi verið gert í nafni "frjálshyggju". Þvílík endemis vitleysa. Íslendingar komu sér í þessa stöðu vegna þess kerfis sem "RÍKIN" í ríkjunum í kringum okkur sköpuðu þessum aðilum til að spila með okkur "rassinn úr buxunum". Fyrst m.a. í USA þegar Clinton réð og ríkti hvað varðar húsnæðismarkaðinn og braskið sem RÍKIÐ skapaði í kringum það og svo Seðlabankarnir víða um lönd í hinum vestræna heimi sem opnuðu sig gagnvart lánveitendum stórum sem smáum. Þetta hafði ekkert með frjálshyggjuna að gera, menn verða að átta sig á staðreyndunum.
![]() |
Pétur er harmi lostinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 859
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Topplistinn.
Af mbl.is
Viðskipti
- Útséð um frekari vaxtalækkanir
- Íslensk gervigreindarlausn til Ungverjalands
- Rekstrarhagnaður Sýnar 66 milljónir króna
- Gjörbylti lögfræðilegu starfi
- Play stækkaði fjármögnunina
- Lagarde: Erlent vinnuafl fylli í skarðið
- Allt í háaloft út af Cracker Barrel
- Sameining íþróttafélaga myndi styrkja reksturinn
- Endurheimt, heilsa og árangur
- Víkingur stendur best fjárhagslega