Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.1.2009 | 14:05
Allir vilja afslátt.
Einar K. segir að gengi krónunnar sé ástæða fyrir að skuldir sjávarútvegs séu háar, þetta batni þegar gengið styrkist. Eitthvað minnir mig nú á að þegar gengið var mjög sterkt, þá hafi sjávarútvegurinn kvartað mikið yfir of sterkri krónu, en þannig er nú það bara, menn kvarta oftast sama hvernig árferðið er. Nú er verið að reyna að semja um afslátt fyrir sjávarútveginn hjá bönkunum, sem er alveg skiljanlegt út af fyrir sig. En jafnræði þarf að ríkja og ef sjávarútvegurinn fær afslátt, þá þarf líka að bjóða almenningi þann afslátt með svipuðu móti. Lán hafa hækkað almennt og á þá ekki að gefa almenningi afslátt af þeim lánum sem þar hafa myndast?
![]() |
Skuldastaðan mun batna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2009 | 12:03
Sprengisandur.
Í þættinum á Sprenigsandi á Bylgjunni voru þeir Sigurður Kári (S) og Ögmundur Jónasson (VG) í viðtali, þar deildu þeir hressilega um í hverju framtíð fólksins í landinu fælist. Ögmundur taldi að best væri að koma á blönduðu hagkerfi hér þar sem mörg lítil fyrirtæki fengju að njóta sín, en ekki var það útskýrt nánar hvað átt væri við með þessu "blandaða hagkerfi", þó má ætla að stærri fyrirtækin yrðu líklega í Ríkiseigu eða á forræði hins opinbera, ekki ólíklegt miðað við að Ögmundur sjálfur er Formaður BSRB. Gallinn við þetta blandaða hagkerfi vinstri grænna er að það myndi aldrei ná að verða samkeppnishæft hagkerfi vegna smæðar sinnar. Í samkeppnishæfu hagkerfi þá verður að leyfa því að þroskast og ná að stækka til að ná einhverri hagkvæmni, annnars verður þetta hagkerfi fljótt undir í alþjóðlegu samhengi, nema við höfum bara LOKAÐ hagkerfi fyrir okkur sjálf! Annað var athyglisvert í þættinum og það var að Ögmundur og Sigurður voru sammála um að gera fólki kleyft að taka út Séreignarsparnaðinn að einhverju eða öllu leyti til að greiða niður dýr yfirdráttarlán og fleira, þetta ætti að geta orðið þverpólitísk samstaða um að því er virðist, enda flestir flokkar inni á þessu.
3.1.2009 | 13:30
Forðast afstöðuna um ESB.
Steingrímur fer mikinn í umræðunni um Ríkisstjórnina í DV. Aðallega áhugasamur um kosningar, en lítið annað! Hefur greinilega lítið annað fram að færa en að berjast fyrir kosningum og komast í Ríkisstjórn, sama með hverjum í raun. Í Ríkisstjórn með Samfylkingu er möguleg lausn að hans mati, en í raun ekki þar sem Samfylking rær að því öllum árum að komast í aðildarviðræður við Evrópusambandið! Steingrímur fer sem köttur í kringum heitan eldinn með að ræða afstöðu sína í þeim málum. Talar um að "leysa málin" en hefur ekki lausnina á reiðum höndum frekar en ýmsir aðrir þessa dagana. En áfram heldur hann að predika um góða kosti sína, allavega á meðan rótleysið ríkir hjá almenningi hvað varðar stjórnmálaafstöðuna!
![]() |
Kosningar óumflýjanlegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2009 | 22:37
Nýr framkvæmdarstjóri í stað gamla "forstjórans".
Fréttin segir að framkvæmdarstjóri hafi verið ráðinn í stað forstjórans sem var settur af? Hún tekur við af "forstjóranum" Hermanni Jónsassyni. Ja, SKO, nú skilur maður ekki? Var verið að ráða framkvæmdarstjóra í stað forstjóra áður, ef svo er, þá er það náttúrulega ákveðin hagræðing út af fyrir sig má segja...
![]() |
Ragnhildur tekur við Tal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2009 | 13:17
Gleðilegt ár.
Já, árið byrjar með nýjum ferskum könnunum. Sveiflur í fylgi flokkana er mikið þetta misserið, og því ekki mikið á könnunum að græða. Mikið rót er á fólki og það veit margt hvert ekki í hvern fótinn það stígur í á morgnana þegar það vaknar! Fylgismælingar verða óneitanlega skakkar í þessu óvissuástandi sem ríkir í efnahagsmálum landsins. Það eina sem við getum verið viss um, er að þegar botninum er náð, þá liggur leiðin bara upp á við, hvenær svo sem það verður.
![]() |
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 16:25
Samsuðu fyrirtækjarekstur.
Þetta getur gerst þegar menn eru að sýsla með mörg fyrirtæki í sama geiranum. Vodafone og Tal, þetta eru í raun sömu fyrirtækin að keppa við hvort annað, og sömu eigendur að stórum hluta. Ekki óeðlilegt að Teymi verji sína hagsmuni, þegar Tal forstjóri vill fara "hagkvæmari" leiðir í rekstri sínum á lággjaldafyrirtækinu Tal. Teymi vill náttúrulega verja Vodafone og eigendur þess skiljanlega. Hvað framtíðina varðar grunar mann nú að þetta verði allt sett aftur undir Vodafone og hringnum lokað! Nema menn slíti alveg tengslin við Vodafone risann.
![]() |
Hlýtur að koma til skoðunar samkeppnisyfirvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 15:23
Atlaga að lýðræðinu?
Nokkrir einstaklingar ráðast inn á Hótel Borg og vinna skemmdarverk á eignum þess, koma í veg fyrir að stjórnmálaleiðtogar komist á fund, rjúfa útsendingu sjónvarpsins og öskra sig hása og berja í veggi til að ná að trufla stjórnmálaumræður lýðræðiskjörinna fulltrúa landsins. Nú spyr maður: Hve langt má fólk ganga í þessum efnum? Ekki þarf marga til. Nokkrir tugir manna mæta til að valda usla og ná að setja allt úr skorðum við Austurvöll. Athygli vekur að allir stjórnmálaflokkar telja sig ekki vera í tengslum við þetta fólk, en samt virðist alltaf sem fólk í stjórnmálum til vinstri vera mest tilbúið að verja aðgerðir sem þessar, enda finnst því sem það sé með pálmannn í höndunum hvað fylgiskannanir varðar þessa dagana, og með sínum óbeina "stuðningi", þá kaupir þetta fólk sér skammtíma vinsældir. Spurningin er þó hvenær almenningur er búinn að fá nóg af þessum skemmtiatriðum vinstri manna? Í öllu falli fordæma vinstri menn ekki þessar uppákomur!
![]() |
Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2008 | 14:30
Færri karlmenn fáklæddir!
Færri karlmenn eru fáklæddir en konum á myndum vefmiðlana, þetta gengur náttúrulega ekki og við karlmenn verðum að taka okkur saman í andlitinu og víðar og koma meira fram fáklæddir á netinu. Aðeins rúmt prósent samkv. mælingu í könnuninni. Og Þetta með karlmennina sem birtast oftast sem íþróttamenn, þessu þarf að breyta og karlmenn eiga náttúrulega að koma meira fram sem dægurstjörnur, þetta sýnir könnunin, og svo þurfum við fleiri kannanir af þessu tagi, t.d. taka líka hina mánuði ársins, því klæðnaðurinn breytist eftir árstímum, það gefur auga leið. Það þarf fleiri BA. ritgerðir af þessu tagi!
![]() |
Hallað á konur í netmiðlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2008 | 22:49
Ef við komumst ekki út í heim, þá kemur heimurinn til okkar.
Loksins getum við uppfyllt drauma fólks allstaðar úr heiminum, með því að bjóða því hingað upp á "klakann" (sem reyndar bráðnar hratt). Fólk um allan heim hefur loksins efni á þvi sem það hefur alltaf dreymt um að skoða landið í fullum vetrarskrúða og njóta alls þess besta sem landið hefur upp á að bjóða, hvort sem um er að ræða veðráttuna, skammdegið, bjartsýni landanns eða hvað annað sem manni getur dottið í hug. Nú, eftir að við erum hætt að sækja aðra heim síðustu árin, þá getum við nú loks endurgoldið gestrisnina með því að bjóða öllum heiminum til okkar, allir eru velkomnir, því nóg er um gistirými út um allt.
![]() |
Ísland á hálfvirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.12.2008 | 14:26
JÓLADAGUR.
Þá er kominn jóladagur, það er hátíð í bæ. Loksins ríkir friður meðal manna að mestu leyti. Tími jólanna er sá tími þegar menn reyna að gleyma öllum erjum en reyna þess í stað að fagna komu frelsarans, þetta er sá tími þegar "landinn" streymir í kirkjur landsins til að öðlast frið og ró, fólk hópast í kirkjur sem aldrei áður til að "ná andanum". Met aðsókn er í kirkjur á þessum árstíma víðast hvar á landinu. Íslendingar sem eru nú ekki trúræknasta fólk almennt í heiminum, á þó góða stund í helgidómum þessa lands um jólin. Við reynum að gleyma öllu erli hversdagsins og söfnum kröftum til að geta tekið "slaginn" á nýju ári. Og svo vonum við að sjálfsögðu að nýja árið verði jafn fjörugt og það síðasta, því ekki viljum við hafa eintóma "gúrkutíð" í fjölmiðlum landsins á næsta ári, ekki svo að segja að nokkur von sé á því hvort sem er! En að lokum þetta: GLEÐILEG JÓL.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar