Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
20.1.2009 | 14:20
Vinstri grænir fara hamförum á Alþingi!
Mikil læti hafa verið innan sem utan Alþingis við upphaf fyrsta þingfundar Alþingis. Vinstri grænir hafa farið hamförum í fyrirspurnartíma þingsins. Erfitt að sjá hvort lætin hafa verið meiri í þeim eða mótmælendum fyrir utan húsið. Athyglisvert að fylgjast með þessu ferli öllu í ljósvakamiðlinum góða. Og svo koma framsóknarþingmenn og bæta um betur með "blótsyrðum" á Alþingi. Greinilegt er að menn eru sárir yfir að komast ekki til áhrifa þegar byrinn er með þeim í könnunum, enda veit stjórnarandstaðan það að ef ekki næst sá árangur hjá þeim nú á næstunni að fella Ríkisstjórnina, þá er hætta á að allur vindur verði úr "blöðrunni" þegar almenningur sér að stjórnarandstaðan hefur lítið meira fram að færa en endalausa gagnrýni með tilheyrandi hávaða, fremur en "lausnir" á efnahagsvandanum.
![]() |
Piparúða beitt við þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 15:11
Skoðanafrelsi barna.
Eðlilega eiga börn rétt á að taka þátt í pólitískum umræðum. (Umboðsmaður) segir að aldrei eigi að nota börn til að koma skoðunum annarra á framfæri, en það er nú samt mjög algengt í gegnum leikhús, auglýsingar, bíómyndir og fl. Börn eru einfaldlega sífellt að koma skoðunum annarra á framfæri, þannig er það bara. Í tilfelli þessarar stúlku þá man ég ekki betur einmitt að hún hefði sagt sjálf í viðtali að hún hefði fengið hjálp við að semja ræðuna hjá "pabba" sínum, sem er svo sem bara eðlilegt, en sýnir þó alltaf að fullorðnir hafa sífellt áhrif á börn almennt, það eru engin ný vísindi í þeim efnum...
![]() |
Eiga að fá tækifæri til að tjá sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 14:31
Mikilvægt að viðræður gangi hratt.
Nú eru viðræður um kjarasamninga hafnar, mikilvægt að þær gangi hratt fyrir sig. Velferðar og Skattamál verða án efa ofarlega á baugi í viðræðum. Mikilvægt er að komi verði í veg fyrir skattahækkanir hjá Ríki og Sveit á næstunni þar sem slíkar hækkanir koma hart niður á Launþegum almennt, lán hækka vegna hækkunar vísitölu og verðbólga helst há hér á landi áfram. Besta kjarabótin er án efa að koma í veg fyrir víxlverkanir á hækkunum hins opinbera og verðlags almennt.
![]() |
Viðræður hafnar um endurnýjun kjarasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 21:55
Landsfundur: Margt meira heldur en ESB.
Landsfundur Sjálfstæðisflokks mun vonandi ekki snúast um ESB eingöngu, heldur um hvernig eigi almennt að verja kjör landsmanna og hag þjóðarinnar almennt á næstu misserum. Evrópuumræðan á eingöngu að vera einn þáttur af mörgum sem taka á fyrir á landsfundi flokksinns. Vonandi mun Samfylkingin ekki eiga marga fulltrúa á fundi flokksins í lok mánaðarins, en það hljómar í umræðunni eins og Samfylking sé að undirbúa flokksfundinn en ekki Sjálfstæðismenn sjálfir. Það þarf lausnir á Efnahagskreppunni hér en ekki "spekúlasjónir" um framtíðina með Evrópu á næstu árum. Reynum að leysa vandann hér á landi, t.d. hvort við þurfum annan gjaldmiðil sem dæmi og hvernig á að verja hag launþegafólks í þessu landi á næstu misserum. Ljóst er að Samfylking hefur engan áhuga á þeim umræðum, hún horfir eingöngu til þess að komast undir "pilsufaldinn" á Evrópusambandinu.
![]() |
Brygðist sögulegu hlutverki sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 12:29
Kemur ekki á óvart.
Þessi könnun Daily Telegraph kemur ekki á óvart, Bretar hræðast það greinilega að missa öll völd á pundinu sínu, og það þrátt fyrir fall á pundinu undanfarið. Þeir vilja fara hægt í þessum málum og vilja sjá hvernig Evrópusambandið þróast á næstu árum, þeir trúa greinilega ekki nóg á samstöðuna í sambandinu til lengri tíma litið, enda eðlilegt í ljósi sögunnar.
![]() |
Bretar vilja snúa baki við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 00:30
Spaugstofan.
Endanlega hefur Spaugstofan misst trúverðugleika sinn. Í þættinum er reynt að gera grín að Ríkisstjórninni en allt sem þar kemur fram missir marks. Ekkert samhengi í gríninu hjá höfundum þessa þátta. Hraðsuðan er algjör, og þessi þáttur sem fyrr á árum átti að ná til fólks á öllum aldri er orðinn að einhverskonar "hatursþætti" þar sem á vissan hátt er lýst stuðningi við skemmdarverk og yfirgang í mótmælum lítils hóps fólks, s.b. þetta með "álsíldina". Þar er lítið gert úr skemmdum og truflunum er urðu í þættinum Kryddsíld. Það er nú allt í lagi að gera grín að slíku, en það var þó alveg ljóst að þónokkrar skemmdir voru framdar þann dag við gerð þess þáttar! Þótt menn séu nú almennt ekkert hrifnir af þessum eigendum 365. miðla, þá er nú engin ástæða fyrir Spaugstofuna að taka afstöðu með "skemmdarverkum" eins og hún gerði "óbeint" í þættinum með því að "kasta" því fram að litlir og ómerkilegir hlutir hefðu eingöngu skemmst eins og kaplar og sérvéttur t.a.m. Spaugstofan virðist meir og meir vera færast inn á það að vera lýsa skoðunum ákveðna manna er framleiða þessa "sketcha" svokallaða. Áramótaskaupið var t.a.m. alveg frábærlega vel heppnað. Spaugstofan heldur í sínar vinsældir samkv. könnunum, kannski vegna þess að þeir eru á Laugardagskvöldum, þegar flestir horfa á! Prófum að færa þáttinn yfir á Mánundagskvöld og skoðum hverjar vinsældirnar verða þá!
9.1.2009 | 00:13
Minnisvarði draumóramannana.
Tónlistarhúsið er nú orðið nýtt Þjóðarbókhlöðudæmi, sem á eftir að verða landanum til trafala næstu árin. Líklega endar þetta með sérstökum skatti sem settur verður á landann til að hægt verði að klára "dæmið" með reisn fyrr, frekar en seinna. Þessi draumur nokkurra manna um að fá höll sambærilega við tónlistarhallir úti í hinum stóra heimi, verður landanum dýr að lokum. Ódýrast væri að rífa þetta niður og ná fólki aftur niður á jörðina, sá kostur verður þó líklega undir í umræðunni býst ég við. Skuldaklafinn á eingöngu eftir að aukast vegna þessa hrúgalds við höfnina. En ein hugmynd er þó kannski umræðuhæf en það er að nýta þessa byggingu sem "Fangelsi" enda í umræðunni að byggja nýtt, og útlitið á henni núna (tónlistarhúsinu) bara nokkuð í stíl við þessi fangelsi sem maður sér í Bíómyndunum.
![]() |
Reynt að leysa mál Tónlistarhúss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 16:12
FME mátti sín lítils!
Í höndum fjármálastofnana landsins mátti FME sín lítils greinilega, starfsfólk þess var greinilega lítið inni í málum, m.a. vegna Starfsmannaveltu sem hrjáði það, hún var mikil í þessu fyrirtæki eins og mörgum öðrum, þar sem fólk var á lægri launum almennt, þannig að aðrar fjármálastofnanir gátu yfirboðið hvað launakjör varðaði og náð sífellt í vel þjálfað starfsfólk frá Ríkinu þegar á þurfti að halda. Bankar og aðrar fjármálastofnanir voru alltaf skrefinu á undan FME í öllum málum, og Lögfræðingastóð þessara stofnana höfðu greinilega málin á hreinu á meðan FME hefur sífellt þurft að eyða orku í að setja nýtt fólk hjá sér inn í málin að því er manni sýnist. Þetta sýnir og sannar það að Mannauðurinn skiptir oft miklu máli í rekstri hvers fyrirtækis.
![]() |
„Rauðir í framan af reiði“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 15:25
Kreppir að í Heilbrigðisgeiranum.
Það er víða samdráttur og svo sem ekki við öðru að búast, hvort sem er hjá hinu Opinbera eða í Einkageiranum. Fyrirtæki og stofnanir eru að reyna að laga sig að breyttum aðstæðum og því kemur ekki á óvart að Heilbrigðisráðherrann tekur af skarið í þessum málum, eitthvað sem aðrir Ráðherrar mættu taka sér til fyrirmyndar. Auðvitað verða menn aldrei sáttir með breytingar sem þessar, en reynt er að gera þetta með sem átakaminnstum hætti að því er manni sýnist. Ráðherra verður allavega ekki sakaður um að gera ekki neitt!
![]() |
Hagræðing um 1,3 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 12:03
Stjörnurnar flykkjast í Framsókn.
Já, mikið rót virðist vera á fólki í pólitíkinni nú um stundir, fyrir nokkru skellti Jónína Ben sér yfir til framsóknar og núna fer Guðmundur Steingríms þangað líka! Ég býst nú við að fleiri "stjörnur" eigi eftir að hoppa á milli flokka á næstunni, enda kjörið tækifæri fyrir minni spámenn að ná frægð og frama með aukinni athygli við flokkaskipti.
![]() |
Guðmundur í Framsóknarflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar