Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Guðjón kominn af stað aftur.

Það eru spennandi tímar hjá Guðjóni framundan með þetta Crewe lið, maður mun fylgjast með gangi mála hjá honum, eins og svo oft áður.  Hann kann að koma á óvart í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur á fótboltavellinum. Hann er án efa mjög umdeildur í sínu fagi, en hefur sýnt það að hann getur lyft grettistaki þegar þannig liggur á honum.  Gamla liðið hans Stoke er nú í efstu deild, og þangað hefði það örugglega ekki náð án hans á sínum tíma.  Alltaf gaman að sjá þegar menn taka að sér erfið verkefni og stundum nánast vonlaus, og sjá svo þessi verkefni komast í réttan farveg, við bíðum og sjáum hvað verður!
mbl.is Guðjón Þórðarson: Hlakka til að takast á við þessa áskorun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðarmenn leggjast í súpuna á degi skötunnar.

Kreppan er komin hjá Jafnaðarmönnum, þeir opna fyrsta súpueldhúsið á morgunn.  Þorláksmessan er á morgun og þá verður víða boðið upp á skötuna góðu, en ungir jafnaðarmenn ætla að bjóða upp á súpu á þessum síðasta degi fyrir jól! Hefðu þeir ekki frekar átt að vekja athygli unga fólksins á skötunni, svona rétt fyrir jólin, svo geta þeir boðið upp á súpu eftir áramót, þá verður örugglega meiri þörf fyrir hana meðal jafnaðarmanna!
mbl.is Súpa hjá jafnaðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar breytingar á Ráðherraliðinu.

Forsætisráðherra gerir ekki ráð fyrir neinum breytingum á Ráðherraliði sínu fyrir áramót og jafnvel ekki heldur fyrir Landsfund flokksins í næsta mánuði.  Segja má að þetta séu kannski bestu fréttirnar þessa dagana.  Maður var farinn að halda að breytingar væru óumflýjanlegar  hjá flokknum, en það er sem sagt orðið ákveðið að vera ekki með hrókeringar í miðju kreppuástandi.  Ekki veitir þó af að gera nokkrar breytingar á meðal Samfylkingarráðherra og má þar nefna helst Umhverfisráðherra, ekki skilur maður hvað sá Ráðherra hefur til málanna að leggja í þessu ástandi sem við göngum í gegnum þessa dagana.
mbl.is Geir: Engar ráðherrabreytingar fyrirhugaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir stórþjóðanna duga ekki.

IMF hvetur til meiri íhlutunnar Ríkisstjórna um allann heim!  Spár eru greinilega ekki góðar fyrir næsta ár.  Greinilegt að menn voru búnir að offjárfesta og þenja sig meir en markaðurinn þoldi fyrir löngu síðan og nú er að koma niður á hagkerfi heimsins.  Ekki er auðvelt að fá mann til að trúa því að meiri innspýting frá Ríkistjórnum heimsins muni hjálpa í þessum efnum.  Hvernig hagvöxtur mun aukast með hjálp Ríkisstjórna er erfitt að átta sig á, nema jú með lækkun skatta þá beinna og óbeinna, eitthvað í þá áttina verða menn að stefna til að auka tiltrú fólks á að það sjálft geti skapað eitthvað til að örva framleiðslu og aukið hagvöxt þar með.  Þetta snýst jú alltaf um það eitt að hafa trú á hlutunum, hin leiðin er jú að leggjast með Ríkisvaldinu á bæn og vona að hjálpin berist að ofan!!
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rök sett fram fyrir fresti á afnámi augl. á RÚV.

Ein af ástæðum frestunar sé sú að keppinautar Baugsmiðla á smásölumarkaði þurfi að leggja fram áætlanir um auglýsingar til fyrirtækisins, af því að ekki sé í nein önnur hús að venda þegar kemur að auglýsingum í sjónvarpi.  Nokkuð er til í þessu, en reyndar ber þó á það að líta að Skjár einn er nú t.d. ekki hluti af Baugsmiðlum svo vitað sé!  En greinilega þarf að vanda til þessa máls samt sem áður eins og Björn segir.  Baugsmiðlar hafa það forskot að geta fylgst með hvað samkeppnisaðilar þeirra séu að setja fram hverju sinni í auglýsingum og brugðist þannig við með tilboðum á sínum "vörum" eða "þjónustu" á undan hinum aðilanum. Það er þvi kannski rétt að gefa menntamálanefnd Alþingis þennan frest fram til miðjan febrúar til að skoða málið betur, það er jú eins gott að hafa öll spilin uppi á borðinu við framsetningu nýrra reglna.  Hitt er þó vert að minna á að slæmt er almennt að þurfa að setja reglur sem þessar fyrir þennan markað.  Reglur eru oft þannig gerðar, að menn reyna oft að finna leiðir til að fara í kringum þær þegar fram líða stundir.  Við verðum þó að vona að "frjálsir" ljósvakamiðlar eins og Skjár Einn fái að njóta sín áfram en verði ekki kæfðir af hinum stóru Regnhlíðarsamtökum 365.miðlum. Almenningur á kröfu á að boðið sé upp á ókeypis og opinn fjölmiðil eins og t.d. Skjá Einn, ÍNN og vonandi fl. í framtíðinni.
mbl.is Björn: Baugsmiðlar og auglýsingamarkaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið svæft í nefnd!

Svo virðist sem menn ætli að svæfa málið og tefja í nefndum þingsins.  Talað um að gefa nefndinni frest fram eftir vetri.  Margir hagsmunahópar þurfa að tjá sig um málið, ekki er von á góðu í þeim efnum, slæmt ef ekki er hægt að taka af skarið í þessum efnum og laga samkeppnisstöðuna á þessum markaði sem fyrst.  RÚV fær ríflegar tekjur af nefskatti og ætti hann ásamt hefðbundnum framúrkeyrslum á fjárhag þess að vera nægt tilefni til að takmarka auglýsingar á þessum Ríkismiðli!
mbl.is Áfram auglýsingar á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á lista með stórlöxunum!

Já, ekki slæmt hjá okkur, við erum alltaf mest og best í öllu, jafnvel þó það sé með öfugum formerkjum, en við erum í 10. sæti yfir verstu fjármálahrunin í heiminum á þessu ári, nú jæja, þetta hefði getað litið ver út, við verðum að líta á björtu hliðarnar, því það er jú rétt að við höfum heita vatnið þannig að við frjósum ekki  alveg í hel!  En ætli við eigum ekki heimsmetið  miðað við höfðatölu eins og svo oft áður, ég býst nú við því.
mbl.is Íslenski skellurinn í 10. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr banki, sömu stjórnendur.

Glitnir verður Íslandsbanki.  Já, og nú á að skilja við útrásina og einbeita sér að sauðsvörtum almúganum hér uppi á klakanum.  Orðstír gamla bankans hefur beðið hnekki innanlands sem erlendis, en orðspor stjórnenda bankans hefur þó haldist óskert að mati þeirra sjálfra, sem sýnir vel hve hinir nýju stjórnendur bankans fylgjast vel með tíðarandanum!  Íslandsbankanafnið á örugglega eftir að laða að marga nýja viðskiptavini, því gamla Íslandsbanka gekk svo vel í þeim efnum að safna aurum, áður en hann skellti þeim svo í vasa útrásarvíkingana undir nýju nafni Glitnis.  Nú bíðum við bara eftir því að sjá KB banka verða að Búnaðarbanka aftur, ekki ólíklegt, því að hægt er á netinu að nota gamla "bi.is" til að komast inn á heimasíðuna hjá þeim.  Þeir gerðu nefnilega ráð fyrir að þurfa nota þetta þegar kreppan skylli á!  Og nú er það komið á daginn. Fortíðin er nefnilega framundan...
mbl.is Nýi Glitnir verður Íslandsbanki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sverrir, Jón, og Jónína á fm Sögu.

Það var æsilegur þáttur á Sögu fm í dag, þar sem Jón Gerald og Jónína Ben mættu í þáttinn hjá Sverri Stormsker.  Jónína og Jón mættu á réttum tíma en Sverrir stjórnandinn svaf yfir sig og mætti of seint eins og honum einum er lagið!  En þau nýttu tímann vel á meðan Sverrir barðist í gegnum umferðina.  Jónína og Jón rifjuðu upp fyrir hlustendum Baugsmálið og Ríkisvæðinguna í bönkunum, þar sem gömlum Baugsmönnum hefur verið komið fyrir í stjórnunarstöðum í skjóli bankastjóra (s.b. Landsbankanum).  Langt mál er að tala um það sem fram kom í þætti þessum, en erfitt var að slíta sig frá þessum skemtilegu persónum sem köstuðu samsæriskennningum á milli sín.  Hvet bara fólk til að hlusta á endurflutning á þessu viðtali á Sögu fm í kvöld eða á netinu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband