Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Dómarinn ræður, er það ekki!?

Það er eins og í boltanum, þýðir ekkert að deila við dómarann, ef menn sjá ekki brotið, þá er ekkert dæmt.  Þarna er sagt að þremenningarnir séu búnir að fá refsingu fyrir brot sín og því ekki refsað aftur.  Saksóknari á þó eftir að ákveða framhaldið, það verður að líka að koma skýrt fram.  En á meðan þá halda menn bara vatni og skála í því! En endurskoðandinn situr í súpunni ennþá, eins og oft vill verða í stórum málum!
mbl.is Skattamáli Jóns vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinber gögn.

Þetta hljóta að vera opinber gögn sem almenningi er heimilt að vita um. Ekki eðlilegt að halda málum sem þessum frá almenningi. Fjölmiðlar eiga að geta nálgast uppl. um þessi mál hjá þessu embætti sem öðrum, Forsetinn er ekkert undanskilinn í þessum efnum.  En athyglisvert þó að Össur telji að gögnunum hafi verið "stolið".  Það segir manni að einhver innan embættisisins sé svekktur yfir þessari opinberun á símakostnaði Forsetans. Embættið verður bara að nota "netið" meira, það er ódýrara, eða eins og segir í auglýsingunni: "netið, það er síminn" eða þannig...
mbl.is Bókhaldsgögnum forseta stolið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málshöfðun gegn Bretum.

Það hlýtur að vera hið besta mál að reynt sé að gera mönnum kleift að fara í mál við Breta vegna setningu hryðjuverkalaga á íslensku bankana.  Með frumvarpinu er Fjámálaráðherra gert kleift að veita fé til málshöfðunar gegn Bretum.  Nú hafa þessir bankar verið lýstir gjaldþrota en eignirnar frystar þarna úti.  Skaðinn er gríðarlegur vegna þeirra inngripa sem Gordon Brown og félagi hans beitti á sínum tíma!  Það er eitt að verða fyrir áföllum vegna atburða sem eiga sér stað vítt og breitt um heiminn, en allt annað að vera settir í herkví með eignir vegna geðþóttaákvarðana nokkurra Ráðamanna úr Breska heimsveldinu (til forna).  Íslendingar geta ekki sætt sig við slíkan átroðning af hálfu þessa gamla heimsveldis.  Það er ánægjulegt að sjá þó að Samfylking skuli þó taka þátt í framsetningu þessa frumvarps. Nú þurfa menn bara að hafa hraðar hendur og ganga í málið.
mbl.is Mál verði höfðað gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HOLD THE PRESS!

Já, af lýsingum úr samtölum mannanna tveggja má sjá að heilmikil pressa hafi verið komin á Ritstjórann, enda talar hann með slettum af enskunni inn á milli.  Minnir mann á góða Ameríska bíómynd um blaðamannabransann á kreppuárunum í Chicago.  Kannski á það líka vel við í kreppunni hér uppi á skerinu þessa dagana. Þetta mál allt á eftir að verða hin mesta skemmtun sýnist manni næstu daga, maður getur varla beðið eftir að sjá blöðin á morgunn.


HOLD THE PRESS!

Já, af lýsingum úr samtölum mannanna tveggja má sjá að heilmikil pressa hafi verið komin á Ritstjórann, enda talar hann með slettum af enskunni inn á milli.  Minnir mann á góða Ameríska bíómynd um blaðamannabransann á kreppuárunum í Chicago.  Kannski á það líka vel við í kreppunni hér uppi á skerinu þessa dagana. Þetta mál allt á eftir að verða hin mesta skemmtun sýnist manni næstu daga, maður getur varla beðið eftir að sjá blöðin á morgunn.


mbl.is Íhugar málsókn gegn Kastljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin varði líka útrásina.

Samfylking er ekki minna sek fyrir því hruni sem varð í fjármálaheiminum hér.  Hún varði útrásina með kjafti og klóm, ekki mátti hrófla við því liði sem stóð í að flytja fjármuni úr landinu, frjálshyggjuliðið hafði oft varað við því að toppnum væri náð og menn ættu að fara varlega í fjárfestingum síðustu misserin.  Menn vissu það fyrir löngu að einhvern tímann kæmi bakslag í fjármálageiranum.  Ýmiss áform voru í gangi hjá Samfylkingu um að fjárfesta á ýmsum sviðum t.a.m í umhverfisgeiranum og fl. 
mbl.is Ingibjörg: Orsökin liggur í ofsafrjálshyggjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra segir eitt hér og annað þar!!

Er ekki nefnd starfandi í flokknum með þessi mál á sinni könnu, er Þorgerður að marka stefnuna hjá þessari nefnd, eða er þessi frétt Norðmanna röng!!?
mbl.is Ekkert annað hægt en sækja um aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram er spáð í óvissuna!

Áfram spáir Glitnir inn í framtíðina, hverjum þessar spár nýtast áttar maður sig ekki á, en það er um að gera fyrir Glitni að rýna inn í framtíðina eins og við öll þurfum að gera með einum eða öðrum hætti.  Í spá Glitnis kemur t.d. fram að stýrivextir haldist óbreyttir fram í mars á næsta ári og lækki svo hratt til ársloka. Þetta finnst manni vera nokkur bjartsýni, miðað við ástand mála hér á landi, evra og dollar hríðlækka til ársloka.  Spurning hvort Seðlabankinn kaupi þessa spá alveg, en Seðlabankinn hefur sagt að hann ætli að koma á genginu á rétt ról með tímanum, ekki  er ég viss um að þetta gangi eftir fyrir árslok 2009.  En það er eins og með veðrið, menn gera langtímaspár þótt þær gangi nú ekki alltaf eftir.


mbl.is Verðbólgumarkmið mun nást 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr kosningabarátta Clintons.

Já, greinilegt að Clinton hefur verið að hreinsa til hjá sér og viljað losna við ýmsa óþarfa hluti eins og þennan grip frá Forsetanum Íslenska og svo var nú kosningaslagurinn hjá henni dýr og eins gott að redda sér smá aur með því að selja gömlu gjafirnar sem safna bara annars ryki heima hjá henni.  Enda er hún líka verða Utanríkisráðherra og verður lítið heima á næstunni.  Ekki mun hann Bill standa í því að "dusta" rykið af styttunum hennar. 
mbl.is Gjöf forseta til Hillary Clinton á Ebay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný Lágvöruverslun!

Í Silfri Egils var Jón Gerald (Vesturfari) í viðtali og þar kom fram að hann hygðist vilja opna Lágvöruverslun á Íslandi ef hann fengi til þess stuðning almennings og koma heim úr útlegðinni í henni Ameríku, ekki er nokkur spurning um annað en að almenningur fagni nýrri lágvörukeðju inn í landið.  Ekki er annað hægt en að henda sér út í djúpu laugina, ef maður ætlar sér að fara í Samkeppni við Baugsveldið mikla hér á landi, kannski er líka góður tími að verða í þeim efnum, Baugur er í sárum eftir það sem á undan er gengið og því kannski góður tími nú til að skella sér í slaginn!  Ég skora á fólk að skoða viðtalið við Jón í Silfrinu því hann hefur frá mörgu skemtilegu að segja þar um Baugsmenn og þróun mála eftir bankahrunið, m.a. vina og kunningjatenglsin sem til urðu með tilkomu nýju Ríkisbankanna sem risu upp úr öskustónni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband