Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Að sjálfsögðu út af auglýsingamarkaðnum!

Það eru gleðitíðindi að vita að Ríkisútvarpið hverfi út af þessum markaði, enda á það ekki heima þar.  Tími til kominn að virkja hina frjálsu fjólmiðlana í landinu, búast má þó við andstöðu þegar kemur til umræðu á Alþingi, enda margir gamlir þingmenn sem tárast ætíð yfir fréttum er varða breytingar á gamla RÚV. 
mbl.is RÚV af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsemin réði för hjá Kristni í þessu máli.

Ekki rétti tíminn að fara út í kosningar á þessum vetri, myndi skila engu hvort sem er.  Ríkisstjórnin verður að vinna úr þeim efnahagsvanda sem þjóðin er á við að etja.


mbl.is Afstaða Kristins tekin fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafsjór af skuldum!

900 milljarða myndi maður nú kalla hafsjó af skuldum sem Jón Ásgeir og hundruð annarra hluthafa (smærri) eiga í þremur stærstu Íslensku fyrirtækjunum, þótt á móti komi 1200 milljarðar sem endurskoðandi segi að hafi verið til um mitt þetta ár (fyrir kreppuna miklu).
mbl.is Efast um að Davíð eigi við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrir Norðmanna rýrnar.

Ekki er ástandið mikið betra hjá nágrönnum okkar Norðmönnum, Norski olíusjóðurinn hrynur, samkv. fréttinni tapar hann þrjúþúsund og fjögurhundruð milljörðum ísl. króna, og það bara á þriðja ársfjórðungi þessa árs, án efa verður tapið ekki minna á þeim fjórða, því olíuverð hefur hrunið á heimsmarkaði undanfarið!  Kreppan kemur því viða við og er ekki eingöngu bundin við Ísland, eins og virðist heyrast hjá mörgum þessa dagana.  Ástandið er slæmt um allan hinn vestræna heim þessa dagana, menn deila svo um orsakirnar fyrir þessu öllu, en þær eru margir samverkandi þættir sem hafa leitt til þessarar stöðu sem nú er upp komin. Hagfræðingar eru ekki sammála um ástæðurnar, stjórnmálamenn eru ekki sammála um ástæðurnar, útrásarmenn forðast að ræða ástæðurnar, fjölmiðlamenn "leita" endalaust að ástæðunum, o.s.frv.  Fæstir vilja ræða það, að í Bandaríkjunum og síðan víðar fóru menn að "búa til" verðmæti utan um þau verðmæti sem til voru í raun, og þannig búið til verðmæti sem ekki voru föst í hendi og ekki í raun innistæða fyrir.  Þessi "snjóhengja" varð síðan svo stór að hún endaði sem "snjóflóð" sem við liggjum núna undir...
mbl.is Mikið tap norska olíusjóðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynning á skilmálunum sem Seðlabankinn lak út!!

Skyldi vera að þau myndu kynna skylmálana sem Seðlabankinn lak út til DV.  Það er án efa ekki hægt að skilja þetta öðruvísi, þar sem Seðlabankinn hefur greinilega viljað koma skilmálum IMF til alþýðunnar í landinu, og vara fólk við því í leiðinni að frekari þrengingar séu framundan í þjóðarbúskapnum, hækkun stýrivaxta og fl. og það virðist ætla að rætast sem hefur sagt áður, þ.e. ástandið verður eins og í Argentínu forðum, þegar þeir fóru með stýrivextina í 25%.  Þetta er Seðlabankinn að gefa í skyn með því að leka pappírunum um skilmálana út!
mbl.is Ráðherrar boða blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Palli hlær að Samkeppnisstofnun!

Og það skiljanlega, Samkeppnisstofnun er máttlaus, Það er sama hvað hún ályktar líkt og aðrar stofnanir þessa lands, allar falla þær (ályktanirnar)  um sjálfa sig!  Lítið sem ekkert er aðhafst í málum, enda lagaumhverfi þannig háttað að allir geta teygt og togið á lagaákvæðum sem fara á eftir.  Nú er líka tími lögfræðinganna að renna upp.  Nú er hátíð framundan hjá þeim, nóg að gera framundan í þeim "bransanum".  Hann Palli talar um einn aðila með yfirburðarstöðu á augl. markaði, og á þá við líklega stöð 2. og co.  Hann virðist ekki hugsa mikið til Skjás eins, sem fjöldi fólks þessa lands horfir til!  Sú stöð veitir "ókeypis" sjónvarpsefni til fólks, og á aukinni velgengni að fagna, og það á þessum tímum, þegar þrengir að í þjóðfélaginu.  Spurningin er hvort hann Palli sé ekki að styðja við 365. miðla með ummælum sínum...
mbl.is RÚV ekki brotið gegn samkeppnislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fljótfærnisleg ummæli!

Obama biðst afsökunnar vegna ummæla um Nancy Reagan, ekki hefði hún hefði haldið miðilsfundi í Hvíta Húsinu.  Það kann hinsvegar að vera þörf á því núna að halda miðilsfundi þar, vegna þess ástands sem ríkir í fjármálum heimsins!  Menn þurfa kannski að leita ráða hjá þeim sem hafa lent í kreppum fyrr á tímum.


mbl.is Obama bað Nancy Reagan afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítið.

Það fylgir ekki fréttinni, hvað hafi valdið þessari óvæntu hækkun! Yfirleitt eru menn með skýringar á reiðum höndum fyrir þeim breytingum sem verða á mörkuðum hverju sinni, en ekki núna? Hvað veldur?
mbl.is Bandarísk hlutabréf hækkuðu óvænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhvern tíma er allt fyrst!

Hvar annarsstaðar í veröldinni hefði IKEA getað átt von á þvi að þurfa að falla frá verðtryggingastefnu sinni.  Þegar Ísland á annars vegar í hlut, þá þarf ekkert að koma á óvart, ekki nokkurntímann einu sinni.  Allt getur gerst á litla Íslandi, það þekkjum við bara úr sögunni.  Við Íslendingar erum náttúrulega alveg einstök þjóð, við förum alltaf okkar eigin leiðir, við erum bara svona "léttgeggjuð" að eðlisfari. 


mbl.is IKEA hækkar verð um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa er í umræðunni alla daga!

Það er rétt að það þarf að skoða málin rækilega hvað varðar Evrópusambandið, og engir hafa verið duglegri að því þó en Samfylkingin undanfarna mánuði!  Fjölmiðlar ( sem eru í eigu okkar vinsælu útrásarmanna) hafa líka verið uppfullir af því að segja frá ferðum Íslenskra embættismanna til annarra ESB landa, þar sem menn hafa verið að kanna grundvöll þess að ganga í Sambandið.  Svörin þar hafa þó verið frekar neikvæð hingað til, enda vill ESB  allt eða ekkert frá okkur.  Stóra málið er þó þetta, að ef við getum ekki komið okkar málum á hreint sjálf, þá getur það enginn, ekki heldur ESB.  Við munum án efa ekki komast þangað inn á næstunni, því við verðum fyrst að taka til heima hjá okkur sjálfum.  Ætlar ESB að aðstoða okkur með lánin sem við erum að taka?
mbl.is Tilbúin að endurskoða afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband