Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.12.2008 | 23:11
Össur um mál málanna í Mannamáli.
Það kemur ekki á óvart að Össur hafi staðið að bókun um að Davíð starfaði ekki í umboði Samfylkingar. Reyndar var það sjálfgefið og hefði ekki þurft neina bókun í þeim efnum! Örugglega er Davíð sjálfur feginn að fá það á hreint, að hann starfi ekki í umboði kratanna. Annars virðist sem Össur hafi sjálfur leikið einleik í þættinum hjá Sigmundi og skilst mér að Sigmundur hafi ekki komist mikið að með þær hundruði spurninga sem áhorfendur þáttarins voru búnir að senda inn fyrir þáttinn í kvöld.
![]() |
Bókunin frá Össuri komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2008 | 23:20
Allt að 8.þúsund gestir á ári!
Þetta gera allt að 22. gestir á dag allt árið, sem heimsækja Bessastaði. Það er því líflegt þar á bæ, og svo ekki sé talað um það að Forsetinn sjálfur er ekki heima dágóðan partinn af árinu! Maður mætti ætla að fólki sé ekki svefnsamt þarna fyrir áreiti gesta árið um kring. Maður skilur nú hvers vegna Forsetinn er svona mikið á heimshornaflakki, hann vill að sjálfsögðu getað hvílt sig og losnað eitthvað undan þeim skyldum að þurfa að taka á móti tugum gesta hvern dag, skil ég nú Óla og Dorrit vel að þau reyni að vera að heiman sem oftast. En það sem máli skiptir þó í þessu öllu er að beinn kostnaður við embættið er a.m.k. 60 millur á ári, en það skil ég þó að það svíði menn hjá embættinu að tönglast sé á þessum hlutum í fjölmiðlum, og það kannski meira nú en áður þegar Forsetinn hafði betri sambönd inn á fjölmiðlana. En kannski eru breyttir tímar og fólk er meira farið að spá í þessa kostnaðarhlið hjá Ríkinu.
![]() |
Forsetaembættið mótmælir frétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2008 | 17:48
Fækkun á Austurvelli.
Mótmælendum fer fækkandi á Austurvelli, ekki nema um fimmtánhundruð á fundi þar í dag! Hvað veldur? Skyldi það vera að fólk sjái að það er að verða umsnúningur í efnahagsmálunum, gengi krónunnar styrkist dag frá degi, eldsneytisverð fer hratt lækkandi þessa dagana, eða er fólk upptekið í jólainnkaupunum, það má lengi velta því fyrir sér. Þrátt fyrir gott veður í dag mættu ekki fleiri en raun ber vitni. En hvað gera þeir sem stýra mótmælunum, jú þeir boða til óvæntra aðgerða í næstu viku! Nú verður gripið til örþrifaráða!! segja þeir.
![]() |
Ábyrgðin er ekki okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2008 | 08:51
Krepputímar framdundan hjá Simpson.
Já, þá er hann á bak við lás og slá blessaður kallinn. Góðærinu er lokið hjá honum. Maðurinn sem var sýknaður fyrir 13. árum er nú á bak við læstar dyr, fyrir smáglæp í spilaborginni Las Vegas. Engir stjörnulögfræðingar björguðu honum í þetta skiptið.
![]() |
O. J. Simpson í 15 ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2008 | 00:04
Meira "bailout".
Já, það er ekki bara hér á landi sem kreppir að, þótt menn vilji stundum tala eins og svo sé. Í Bandaríkjunum er ekki síður ástandið slæmt. Bílaframleiðendur reyna með öllum mætti að sannfæra stjórnmálamenn um að bjarga sér með almannafé. Og upphæðirnar eru ekkert smáræði, allt að 34 milljarðar dala er farið fram á! Repúblikanar eru tregir að koma til bjargar en Demókratar virðast veikir fyrir því að bjarga eigendum þessara fyrirtækja, virðist sem þeir ætli að reyna að finna leið á næstunni, til að koma peningum inn í bílabransann þar í landi. Það verður merkilegt að fylgjast með hvernig nýr forseti tekur á málum þar í upphafi næsta árs.
![]() |
Vilja tugi milljarða í aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2008 | 16:27
Athyglisvert!
Krónan styrkist, nú þegar krónan hefur verið sett á flot, athyglisvert að fylgjast með næstu daga, almennt hafa sérfræðingar talað krónuna niður og verið neikvæðir gagnvart styrkingu krónunnar fyrst eftir að hún yrði sett á flot, en þetta sýnir þó að allt getur gerst, hvað sem ýmsir fræðimenn segja um málið!
![]() |
Krónan styrktist um 8% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2008 | 15:03
Árni Páll: Miserfitt að hætta í pólitík!
Árni Páll kom orðlaus af fundi Viðskiptanefndar, hafði í raun ekkert að segja fréttamönnum, það eina að honum hefði fundist Davíð eiga "miserfitt með að hætta í pólitík" hvað sem hann nú meinar með því! Þessi fundur stóð í eina og hálfa klukkustund, og virðist sem Davíð hafi mætt þarna til að skemmta nefndarmönnum í 90. mínútur, nokkuð gott bara hjá honum, nokkurskonar jólafundur. Þessi langþráði fundur skilaði engu eins og búast mátti við fyrir löngu síðan. Bankaleynd kom í veg fyrir upplýsingagjöf, eitthvað sem menn hefðu átt að vita fyrir löngu síðan!
![]() |
Miserfitt að hætta í pólitík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2008 | 22:24
Welcome to halfpriceland.
Ekki slæm auglýsing þetta, merkilegt að einhverjir skuli viðkvæmir fyrir henni! Ísland er gósenland fyrir þá útlendinga sem vilja gera góð kaup þessa dagana hér uppi á skerinu góða. Ef menn telja að þetta veki athygli útlendinga og stuðli að aukinni verslun meðal þeirra, þá það. Ef auglýsing sem þessi fer fyrir brjóstið á viðkvæmum sálum, þá lýta þær sálir bara undan! Fólk má ekki missa sig í þunglyndi þótt "skammdegiskreppan" sé skollin á.
![]() |
Auglýsingaspjöld tekin niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.11.2008 | 23:58
Fréttamenn þjarma að stjórnvöldum.
Nú er blásið til sóknar hjá fréttamönnum ríkisins. Þeir harma niðurskurð í þeirri deild fyrirtækisins sem þeir starfa í. Ekki hafa þeir nokkrar áhyggjur af störfum annarra á stofnuninni, en þeir hafa jú vopnin í sínum höndum þ.e. tækin og tólin til að messa yfir landslýð um mikilvægi þeirra starfa umfram annarra fréttamanna á öðrum miðlum landsins, sem hafa þurft að ganga í gegnum svipaðar hremmingar á þessum samdráttartímum. Með yfirlýsingu sinni beina þeir vopnum sínum að stjórnvöldum og þingmönnum og líklega má búast við að einhverjir þingmenn falli fyrir þessu og heimti utandagskrárumræðu um málið á þingi fljótlega. Ekki getum við "hinir almennu borgarar" krafist svipaðra aðgerða að hálfu stjórnvalda þegar þrengir að hjá okkur!
![]() |
Aðför að fréttastofunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2008 | 14:41
Sýnist sem hún fái ekki Haffærnisskírteini!
Af myndinni að dæma, sýnist manni að hún muni fljótt sökkva!!
![]() |
Smíða þjóðarskútu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar