Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bloomberg fréttaveitan um Ögmund:

   Ögmundur segir samkv. fréttaveitunni að Ríkisstjórnin muni líklega lifa af þótt Ólafur Ragnar neiti undirritun, einnig segir fréttaveitan að Ögmundur hvetji Forsetann til að skrifa undir!! SKRÍTIÐ? Ekki fann ég þetta á heimasíðu Ögmundar?  Ögmundur er þó ekki tilbúinn að fórna þessari misheppnuðu vinstri stjórn samt sem áður, vill allt gera til að þessi fyrsta alvöru vinstri stjórn (eins og vinstri menn vilja meina) geti haldið velli sem lengst!

Ráðherrann ítrekar hótanir sínar undir "rós".

   Maðurinn vill auðvitað að Forsetinn staðfesti þennan grandvaralausa samning sem Jóhanna og Steingrímur hafa boðið Íslensku þjóðinni að taka á sig!
mbl.is Icesave-samkomulag mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Forsetinn búinn að gera upp sinn hug í þessu máli?

   Stendur Forsetinn með Þingi í þessu máli eða þjóðinni?  Það kemur í ljós í dag.  Steingrímur J. virðist líta svo á að Forsetinn sé á sínu bandi í þessu máli, en það fæst staðfest kannski í birtingu í dag.  það er fullt tungl, svo að allt getur gerst!!
mbl.is Óska eftir fundi með forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Muna að skrifa undir á INDEFENCE.IS

   Nú ríður á að fólk skrifi undir kröfu um þjóðaratvkæðagr. nú þegar aðeins einn dagur er eftir þangað til þjóðin missir fullveldi sitt í fjármálum þessa lands.  Eftir áramótin verður þjóðin sett undir hæl ICESAVE ánauðarinnar og auk þess taka við tímar aukinna skatta og hærri álagna af öllu tagi og allt þetta síðan staðfest af Forseta vorum Ólafi Ragnari Grímssyni.  Nú getur maður auðveldlega sagt þegar allt er yfirstaðið: GUÐ BLESSI ÍSLAND!
mbl.is Bjóða eiðsvarinn vitnisburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr niðurstaða.

   Ljóst að almenningur vill sjá þetta mál fellt á þingi, og málið látið standa eins og það er nú!  Ekki á að vera hægt að sniðganga hverja atkvæðagr. á fætur annarri í þessu máli, nú er líka í ganga atkv.gr. á vegum Indefence og niðurstaða mun verða skýr þar líka í þessu máli ef allt fer á versta veg á þingi.  Spurningin er einungis sú hvort alþingismenn ætli að vera samkvæmir sjálfum sér í þessu máli, eða láta ESB "elítuna" ráða ferðinni!!
mbl.is 70% vilja hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spegillinn leitar álits á Icesave hjá stjórnmálafræðingi!

   Í útvarpinu leitaði áðan Spegill útvarpsins álits á því hvað verður um Icesave málið.  Eins og svo oft áður var til svara fulltrúi Ríkisstjórnarinnar og Evrópusinninn Gunnar H. Kristinssyni prófessor hjá HÍ.  Það sem hann hafði í raun fram að færa var einfaldlega það, að Icesave málið yrði að hans mati samþykkt og Forseti vor myndi ekki geta annað en skrifað undir, enda Forseti vor í vondum málum nú þegar og hefði ekki lengur mikið bakland.  Einnig benti Prófessorinn á að í öðrum löndum væru svona mál ekki afgreidd  í þjóðaratkvæðagr. eins og t.d. í Danaveldi!  Þessi mikli fræðimaður nefndi í raun enga ástæðu fyrir því að þetta mál ætti í raun að komast í hendurnar á alþýðunni í landinu, fyrir því væri engin þörf að hans mati! Og það þótt verið væri að veðsetja þjóðina í hendur erlendra aðila! Prófessorinn leggur svo Forsetanum leikreglur og hvetur hann til að samþykkja málið eða halda sig erlendis og láta aðra handhafa Forsetavalds sjá um málið.  Nú verður það sp. hvernig stjórnmálarefurinn á Bessastöðum snýr sér í málinu.  Mun hann hlaupast á brott eða mun hann koma á óvart og sýna nýja hlið á sér í þessu máli og vera sjálfum sér samkvæmur?

Yfir 30.000 manns búnir að skrifa sig um þjóðaratkv.gr. um ICESAVE.

   Ljóst er að þetta mál mun fara naumlega í gegnum þingið þegar upp verður staðið.  Stjórnin verður að reiða sig á m.a. á varaþingmenn VG. þar sem sumir þingmenn þess flokks hafa stokkið af þinginu þegar stórmál sem þetta er tekið fyrir.   Kannski verður það þó almenningur sjálfur sem nær að stöðva þessa vitleysu.  Ef tugir þúsunda landsmanna skrifa undir það að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu verður erfitt að réttlæta löggildinguna á þessu frumvarpi. En Samfylking keyrir málið "blinnt" áfram!  Við sjáum hvað setur. 
mbl.is Meirihluti samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave tekið af dagskrá eftir aðra umræðu.

  Það er jú gott mál að Icesave fari í frekari athugun.  En nauðsynlegt er að þjóðin fái einhverju um þetta ráðið þegar uppi er staðið.  Vonandi verður þó þetta mál til lykta leitt áður með samkomulagi allra, en mikið þarf þó að ske áður en svo verður.
mbl.is Samkomulag um afgreiðslu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að skattleggja landsmenn út úr kreppunni.

   Það er einmitt málið, skattlagning virkar einfaldlega ekki.  Skattlagning þrengir að öllum þjóðarbúskapnum enn meir en orðið er.  Gott er þó að sjá að fólk er að halda vel á spilunum í Reykjavík, þar er tekið með öðrum hætti á málum og hagrætt, án þess að skerða grunnþjónustu svo um nemi við börn  t.d.  Greinilegt að tekið er með öðrum hætti á málum í Borginni heldur en hjá Landstjórninni. 
mbl.is Hanna Birna: Standa vörð um velferðarþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband