Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ísland er Eyland!

   Og þessvegna er boðun verkfalls hjá hinu Ríkisrekna flugfélagi þessa lands alvarlegt mál.  Ljóst er að ekki hefur verið samið um nokkurt skeið hjá þessari stétt manna og getur maður svo sem haft samúð með þeim á vissan hátt, en samt er ljóst að stéttir í fluggeiranum geta átt auðveldar með að ná sínum málum fram en í öðrum geirum atvinnulífsins.  Þessar stéttir geta jú með aðgerðum sínum nánast lokað landinu, engin önnur leið er fyrir hinn almenna borgara að komast úr landi nema þá kannski með Norrænu!  Reyndar er í dag hægt að ferðast með "hinu félaginu" Iceland Express, og býst maður við að eitthvað muni bókanir aukast með þeim á meðan hugsanlegu verkfalli stendur?  En svo er náttúrulega sp. með hvort þeir færu kannski í "samúðarverkfall" með flugliðum Ríkisfélagsins?  Það hlýtur að mega búast við að viðsemjendur semji með tilliti til ástandsins á hinum almenna vinnumarkaði í dag.  Er ekki Ríkið búið að gefa út að enginn eigi að vera með hærri laun en Forsætisráðherra t.a.m.  Annars verður forvitnilegt að fylgjast með verkfallsboðunum hjá Ríkinu á næstunni. Þar eru margar stéttir sem geta gert "skurK"  í þjóðlífinu vegna ýmissa starfa sem eru bundin við réttindi ákveðinna manna og engir aðrir geta gengið þar inn í.
mbl.is Flugmenn undirbúa verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarformenn tala hver í sína áttina.

   Ekki virðist sem samstaða sé á milli formanna stjórnarflokka um hvernig staðan sé í Icesave málinu!  Og athyglisvert að Hollendingar hafa sagt að ekki hafi enn verið óskað viðræðna við þá um málið enn.  Það skyldi þó aldrei verða svo að landsmenn fái að segja hug sinn á málinu í kosningu þegar allt kemur til alls í allri þessari vitleysu með þetta mál.
mbl.is Beðið svara frá Hollendingum og Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rabbfundur formanna í kvöld!

   Spurningin ekki bara um vaxtakjörin, heldur einnig tímalengdina á Icesave ánauðinni, auk þess hvort yfir höfuð sé ástæða til að ganga að skilmálum þessara Hollensku og Bresku handrukkara sem náttúrulega reyna að hrista úr landanum allt "klink" sem til er, án þess að nokkur lagaleg rök séu fyrir því í þessum löndum (ESB),  að ganga fram með þeim hætti sem um ræðir.
mbl.is Stefnt að fundi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitað til Íslands!

   "boreas" sjóðurinn leitar sérstaklega að konu á Íslandi til að setjast í stjórn fjarskiptafyrirtækis síns í Noregi, þetta er athyglisvert með þessar kvótareglur þeirra Norðmanna, að þeir verði að leita erlendis eftir hæfu fólki, og þá sérstaklega kvenfólki til að fylla upp í "stjórnarmannakvótann".  Þetta er náttúrulega augljóst svo sem útaf fyrir sig, því hér á landi er að sjálfsögðu nóg af hæfu kvenfólki á lausu til að fylla upp í svona "kvóta".  Reynslan er fyrir hendi hér líka, þar sem sumir flokkar hafa komið sér upp kvótareglum eins og t.d. Vinstri grænir og Samfylking, þar sem reynt hefur á þessar reglur svo eftir hefur verið tekið, og þess vel gætt að menn sem náð hafa að sýna fram á forystuhæfileika með góðri kosningu, þurfa ekki alltaf að vera verðlaunaðir með viðeigandi hætti heldur mega þeir þurfa að eiga von á að "víkja" fyrir kvótakerfinu góða!
mbl.is Vogunarsjóður leitar að konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur til fortíðar.

   Flokksráðsfundur VG hefur ályktað að horfa aftur til fortíðar en ekki fram á veginn.  Þau vilja að ´"blessað" Ríkið hafi meira að gera með líf fólks en það nú þegar gerir!  Ályktað er um fjölmiðla, mikil fjölgun hefur orðið í þeirri stétt á síðustu árum og ekki skrýtið að bakslag verði á tímum sem þessum, það er reyndar raunin um allan heim, ekki bara hér á litla Íslandi.  Það sama á við um aðra geira efnahagslífsins, boginn hefur verið stíft spenntur, og menn hafa þurft að taka á sig kjaraskerðingar og fl.  En þegar horft er til baka síðustu áratugina tvo til dæmis þá sést að hagþróun á þessum tíma hefur nú verið bara nokkuð góð á heildina litið!  Vandinn við ályktanir VG. eru þær að það vantar lausnir, þær sjást ekki í þessum ályktunum, eingöngu les maður bara út úr þessu öllu eintóm "Neyðarköll" til einhverra æðri máttarvalda (stjórnvalda).  Ályktanirnar eru allar í þá átt að það eigi að "draga sig inn í skelina" og bíða þar til ástandið batnar (einhverntíman seinna).  Og svo er það ESB ályktunin, hún bara stenst ekki því að VG er nú þegar búið að selja sig í hendurnar á Samfylkingunni og samþykkja viðræður og í staðinn fékk VG. nokkra óvinsæla Ráðherrastóla!
mbl.is Þungar áhyggjur af fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hafa Spánverjar fram að færa?

   Spánverjar eru í Evrópusambandinu, samt er þar gríðarlegt atvinnuleysi.  Atvinnuleysið verður ekki leyst með inngöngu í ESB, engin trygging er fyrir því.  Engin trygging er fyrir því að Ísland fái bestu samninga í viðræðum við Sambandið með því að samþykkja ICESAVE samningana!  Undarleg ummæli frá þessum Spánverja, en þetta sýnir þó að við höfum ekki staðið okkur vel í að kynna okkar hliðar á málinu fyrir erlendum aðilum, og jafnvel ekki hér innanlands heldur!  Almenningur virðist ekki átta sig á lagalegum hliðum þessa máls, hvorki hér né erlendis.  Þeir sem virðast mæla fyrir þessum hlutum eru helst hagfræðingar, viðskiptafræðingar og stjórnmálafræðingar, en minnst hefur farið fyrir því að hlustað sé á rök Lögfræðinganna í þessu.  Kannski skiljanlegt því að þeir hafa áttað sig á að í þessum málum eru fá lagaleg rök fyrir því að Íslensk alþýða eigi einhverjar lagalegar skyldur til að greiða upp skuldir útrásarfyrirtækjanna.

Málið afar viðkvæmt fyrir Vinstri Græna!

   Ljóst var í umræðunni að þetta mál kom sér afar illa fyrir Ráðherra Vinstri Grænna. Mjög skiptar skoðanir um þetta mál í þeirra röðum og reyndar flestir örugglega á móti þessari ánauð sem samþykkja átti, en að sjálfsögðu vildu Ráðherrarnir ekki rugga óstöðugum "bátnum" og valda meiri pirring hjá Samfylkingunni en þá þegar orðin var!  Óróadeild Vinstri Grænna hélt sér því til hlés í þessu máli, þeim hefur ekki litist á að fara að fordæmi Ögmundar Jónassonar fyrrum Ráðherra og leggja Ráðherrastóla sína að veði líkt og hann gerði.
mbl.is Fjórir ráðherrar tóku aldrei til máls um Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð ummæli frá Hollendingnum.

   Þarna koma nú fram ummæli frá manni sem starfar innan Hollenska embættiskerfisins.  Spurningin hvort Íslenskir fjölmiðlar hafi áhuga á ummælum sem þessum þ.e. aðrir en mbl.is.  Nú skiptir máli að kynna málin vel fyrir erlendum fjölmiðlum og skýra málstað okkar með sem bestum hætti.
mbl.is Verða að lækka Icesave-kröfuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða ókyrrð?

   Lífið hefur sinn vanagang, ókyrrðin er helst hjá ráðgjöfum Ríkisstjórnarinnar og helstu stuðningsmönnum um hraða inngöngu í ESB!  Nú ber að ráðast í að skýra málin fyrir erlendu pressunni og hætta að vera með stanslausann áróður um að allt sé niðurleið í efnahagslífi okkar.  Eitt helsta vandamálið er Forsætisráðherrann sem virðist ekki hafa nokkur tök á að vinna að hagsmunum þjóðar út á við, virðist vita máttlaus í að ganga hreint til verks og ræða við erlenda leiðtoga um lausn þessarar ICESAVE deilu!  Það þarf nýja stjórn og nýtt samningafólk til að ganga í að leysa þessa deilu sem öll hefur snúist hingað til um að láta blásaklausa Íslenska alþýðu greiða upp skuldir einkabanka sem fékk að vaxa hindranalaust án athugasemda opinberra eftirlitsaðila innlendra sem erlendra, og viðskiptavinir (Enskir og Hollenskir) létu glepjast til að leggja inn í, í von um að hafa af því góðan skyndigróða sem engin innistæða var fyrir! (Og við því voru menn búnir að vara við margsinnis og mörg viðvörunarljós voru búin að kvikna áður en yfir lauk!)
mbl.is Sammála um að lágmarka ókyrrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband