Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Yfir 20.000 manns vilja þjóðaratkvæðagr. um ICESAVE !

   Á heimasíðunni Indefence.is hafa yfir 20.000 manns skrifað undir að Forsetinn riti EKKI undir lögin um skuldsetningu þjóðar til handa Bretum og Hollendingum, heldur setja málið í hendur þjóðarinnar í kosningu.  Greinilegt er að fylgið við þessa málalyktan eykst dag frá degi!  Þetta mál er það stórt í augum tuga þúsunda landsmanna, að ljóst ætti stjórnmálamönnum að vera að kjósa þurfi um þetta mál í einni allsherjarkosningu, þar sem hver og einn einstaklingur þessa lands fær að ráða einhverju um framtíð sína í þessu efnahagslega samhengi.  Allir "Brussel" aðdáendur verða að fara að átta sig á að þjóðarviljinn verður að hafa sinn gang í þessu samhengi, og því verður að leyfa smá bið með að gangast í ánauðina hjá stórveldunum á meðan þjóðin fær tilfinningalegt svigrúm til að gaumgæfa málið til hlýtar.

Til hamingju skjár einn!

   Alveg hreint frábært að heyra hvað þessari stöð er vel tekið, ekki spurning að fólk er að velja milli þess að fá gott sjónvarp á hófsömu verði í stað rándýrs sjónvarpsefnis annarstaðar.   En hafa verður þó í huga að almenningur verður þó auk þess að borga "nefskrattann" til Ríkisins áfram til að halda uppi veislumötuneyti Ríkisútvarpins ásamt ýmsum öðru þar, sem er ákv. "baggi" í þessu kerfi okkar hér á landi.
mbl.is 18 þúsund áskrifendur hjá Skjá Einum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að undanskildu "smáaletrinu"!?!

   Vaxtakjörin eru eitt, samningurinn í heild er allt annað!  Steingrímur hefur greinilega lítinn áhuga á að ræða málið í heild sinni, ekki frekar en Jóhanna Aðstoðarráðherra Steingríms!
mbl.is Hagstæðustu kjör sem fást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir þessa aðila og alla fréttafíkla !

   Mjög mikilvægt fyrir þessa aðila að ná saman um fréttaþjónustu.  Fréttafíklar ættu að gleðjast og einnig gott að fá meiri samkeppni í bransann, þetta verða því fleiri "vinklar" sem fást á fréttir almennt, ekki veitir af á þessum síðustu og viðkvæmustu tímum sem við lifum á.

 


mbl.is Fréttir Morgunblaðsins á Kananum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Best að gleyma ESB að sinni.

   Það má vera ljóst að tíminn til að reyna við inngöngu í ESB er kolrangur eins og þjóðin hefur án efa áttað sig á við núverandi aðstæður.  Þjóðin hefur úr nógum verkefnum að vinna hér heima fyrir, mörg mál sem sinna þarf og þá sérstaklega hvað atvinnumál varðar.  Ríkisstjórnin getur ekki skellt skollaeyrum við neyðarópum úr samfélaginu hvað varðar uppbyggingu með nýjum stórverkefnum á sviði iðnaðar og útflutningsmálum.  Koma þarf hugmyndum í framkvæmd og það helst í gær!  ÞJóðin getur ekki beðið endalaust eftir að mál renni í gegnum nefndir og ráð þar sem hugmyndir eru "kæfðar" niður og svæfðar.  Arðbær stórverkefni verða að hafa forgang, tími athafna er runninn upp en tími hinna "lokuðu cellufunda" er liðinn!
mbl.is Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Senda þarf Ástu á námskeið í Þingsköpum!

    Ljóst að blessuð manneskjan er ekki með hlutina á hreinu  í þessu máli, en skiljanlegt þó, stressið og álagið er mikið í þessu starfi, vonandi að hún nái áttum fyrr en síðar!!
mbl.is Deildu um þingsköp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðsamur fundur.

   Einn spyr: Hvar er skríllinn?  Nú, hann stjórnar landinu þessa dagana, því er auðsvarað.  Það er allt annar andi yfir mótmælunum þennan veturinn en þann síðasta, þar sem fólk fór hamförum.  Nú efnir fólk til friðsamlegra mótmæla, en verst er að líklega leggur núverandi Ríkisstjórn ekki við hlustir!  Steingrímur J. hinn raunverulegi leiðtogi þessarar Ríkisstjórnar veit vel að ekki er hægt að sleppa tækifæri sem þessu til að ná fram eins mörgum stefnumálum vinstri manna nokkurn tíma áður heldur en nú, því verður haldið vel á spöðunum til að þessi fyrsta vinstri stjórn haldi velli sem lengst! Hækkun skatta á næsta ári er eitt!  og ennþá hærri skattar á því þarnæsta er annað.  Kreppuhjólið fær að snúast látlaust út kjörtímabilið, það eitt getur fólk þó treyst á.  Hjól atvinnulífsins fá hægt og bítandi að hægja á sér.
mbl.is Vel mætt á útifund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgan í raun meiri til lengri tíma litið!

   Ekki er hægt að dæma neitt um verðbólguþróun á næstunni, margar hækkanir í pípunum um og eftir áramót. Ljóst er að erfitt mun reynast að halda verðbólgu niðri næsta misserið. Manni sýnist sem að nokkrir möguleikar séu til þess að víxlverkanir hækkana geti fesst sig í sessi á næstunni!
mbl.is Verðbólgan 8,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokahönd lögð á "skattaóperuna" sem nú verður flutt á Alþingi!

   Ríkisstjórnin hefur nú lokið við að ganga frá nýjum og auknum skattaálögum sem landsmenn allir munu nú fá að njóta næstu misserin allavega!  Reynt verður að sjá til þess að enginn hola myndist sem laus verður við álögur af einhverju tagi.  Almenningur mun örugglega sitja í "álagafjötrum" næstu misserin.  Skattarnir munu án efa verða til þess að verðlag hækkar og vísitölur, um leið og aðrar hækkanir streyma fram á nýju ári eins og t.d. hækkanir frá tryggingafélögum, flugfélögum, stofnunum af ýmsu tagi o.s.frv.  Maður þarf að fara áratugi aftur í tímann til að rifja upp svona herlegheit...
mbl.is Ríkisstjórnin afgreiddi skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 859

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband