Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Það er ljós í myrkrinu.

   Hinar sjúklegu fæðingarorlofsgreiðslur eru loksins að komast á skynsamlegt plan.  Í upphafi voru einstaklingar úr hægri og vinstri amri stjórnmálanna með í að koma þessu kerfi á, en nú eru þessar greiðslur orðnar miklu skynsamlegri en þær voru í upphafi, enda þetta orlofskerfi margbúið að sprynga!
mbl.is Ætla að skerða greiðslur í fæðingarorlofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave og IMF lánið tengt saman!

   Manni sýnist nú sem svo að lán Alþjóðagjaldeyrissj. hafi verið veitt í ljósi þess að Icesave yrði loksins samþykkt, og því athyglisvert að sjá hvernig þetta endar.  Það er augljóst að titringur er hjá Samfylkingu með þetta mál!  Jóhanna og hennar lið hefur lagt mikið undir til að ná að klára málið fyrir hinar leiðandi þjóðir hjá IMF. þ.e. Breta og Hollendinga.
mbl.is Sjálfstæðismenn: Forsetinn myndi hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boltinn er hjá Ríkisstjórn, en hvar er Ríkisstjórnin?

   Nú þegar allar líkur er á að kjarasamningum verði sagt upp, þá leggur Ríkisstjórnin á flótta.  Ríkisstjórn Íslands er nefnilega farin á Norðulandaþing, þar sem hún talar helst um ICESAVE og IMF.  Á meðan sitja leiðtogar SA og ASÍ og funda um hvernig hægt sé að "bjarga" kjarasamningum verkafólks í þessu landi, enda málin í algjöru uppnámi.  En það virðist vera svo að Jóhanna Sigurðar og Steingrímur J. telji Norðurlandaþing mikilvægari á þessum örlagatímum!  Þetta sýnir náttúrulega í raun hve langt þessir gömlu pólitíkusar hafa fjarlægst alþýðuna í landinu.  Þetta sýnir líka hvernig manneskjurnar breytast við langa setu á Alþingi Íslendinga.  Merkilegt í ljósi þess að þetta eru flokkar sem kenna sig við jafnræði og jafnrétti, en bera í raun ekki meira skynbragð til þess að huga að velferð verkafólks í þessu landi meira en svo að láta sig hverfa á Norðurlandaþing til að sýna að hér sé allt í góðu lagi heima fyrir!  Á meðan blæðir verkafólki út hægt og rólega!!

ps: Hvar er Norðulandaþingið haldið annars?!?  Það virðist ekkert vera hægt að finna um þetta á netinu, hvar fundurinn sé?? Greinilega ekkert merkilegt til að segja frá á þeim bæ!!


mbl.is Það er þungt yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundað um "stríðsskaðabætur".

   Þá er það ákveðið, ríkisstjórnin kölluð til fundar hið snarasta til að samþykkja auknar skaðabætur til handa Hollendingum og Bretum.  Og greiðendur verða: Allir skattgreiðendur þessa lands.  Greinilegt að Evrópuviðræðurnar verða "rándýru" verði keyptar ef Samfylkingin fær ráðið í þessu máli.  Augljóst að troða skal á mannréttindum í þessu landi, dómstólar eiga ekki einu sinni að hafa nokkra þýðingu í þessum máli að mati Ríkisstjórnar.
mbl.is Ríkisstjórnarfundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt! ef rétt reynist.

   Það er ótrúlegt ef þjóðin á að taka á sig auknar byrðar í þessu máli!  Og ef semja á um að niðurstaða dómstóla eigi ekki að hafa neina þýðingu í málinu, það eigi bara semja upp á "nýtt".  Borgarar þessa lands sem ekki höfðu neina aðkomu að þessu fjármálahruni sem varð eiga að rétta Bretum og Hollendingum hjálparhönd, og verða við þeirri "fjárkúgun" sem þeir fara fram með gegn landsmönnum.  Ef þetta verður niðurstaðan, þá hljóta landsmenn að hugsa sinn gang með hverja þeir eru að styðja til valda í þessu landi.  Við bíðum og sjáum hverjir muni styðja þessar "stríðsskaðabætur" Breta og Hollendinga.
mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólga áfram í tveggja stafa tölu!

  Nokkuð ljóst er að verðbólga verður áfram há.   Miklar sveiflur eru á verðlagi hér á landi þessa mánuðina og ekkert að sjá að verðbólga muni lækka eitthvað meira að ráði.  Framundan eru ýmsar hækkanir frá hinu opinbera og skattahækkanir af einhverju tagi sem munu toga vísitöluna upp ásamt því að í framhaldi koma hækkanir á öðrum vörum og þjónustu.  Það mun þurfa meiri kreppu og samdrátt til að slá á verðbólguna hér á landi eins og svo oft áður.
mbl.is Verðbólgan nú 10,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV: Með Davíð á heilanum!

   Ríkisútvarp allra landsmanna heldur vart vatni yfir ráðningu Davíðs Oddssonar.  Í útvarpsfréttum mátti glöggt heyra að menn væru sjokkeraðir yfir ráðningu hans.  Ekki óeðlilegt út af fyrir sig, þar sem Ríkisútvarpið er meira og minna teymt af núverandi stjórnvöldum og greinilega ekki mikil gleði að vita af því að nú muni hinn þaulreyndi fyrrum stjórnmálamaður Davíð Oddsson lyfta upp penna endrum og eins og fjalla um það sem hæst ber í Íslensku þjóðlífi hverju sinni.  Eitt má þó segja í þessu sambandi, nú verður loksins eitthvað til að tala um á næstunni, ekki hefur mikið fréttnæmt verið að gerast hjá stjórnvöldum á síðustu mánuðum, það eitt er víst!
mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjar voru skattaálögurnar!?!

  Það vantar að upplýsa almenning um þá skatta sem þessi fyrirtæki áttu að greiða fyrir leitina, hve há var þessi prósenta og hvers vegna voru skattar svona háir.  Það vantar að blaðamenn reyni að komast til botns í þessu máli.  Það hlýtur að vera krafa frá almenningi að fá að vita hve háa opinbera skatta svona fyrirtæki áttu að þurfa að greiða.  Skrýtið ef áhugi blaðamanna er ekki meiri en þetta að reyna ekki að fjalla nánar um þau mál, við bíðum kannski og fáum að vita eitthvað meira...
mbl.is Skattarnir afar íþyngjandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta vissum menn!

   Kemur ekki á óvart, eins og ég hef áður sagt, þá lá það beint við fyrir löngu að verðbólga yrði nær því að vera tveggja stafa tala.  Há verðbólga verður viðloðandi allann þann tíma sem þessi Ríkisstjórn mun ríkja, það er alveg ljóst.  Ríkisstjórn Íslands mun sjá til þess að kverkatakinu verði ekki sleppt af skattborgurum landsins.
mbl.is Verðbólguspá hækkuð umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já takk.

  Jú, það er þakkarvert að bjóðast til að losa mig við eitthvað af mínum skuldum, ég bíð spenntur eftir að sjá hvað ég losna við mikið?
mbl.is Aukið svigrúm til afskrifta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 859

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband