Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Þetta er lítill heimur orðinn!

Já, Merkilegt þetta mál, heimurinn er lítill orðinn, búið að "pakka" honum inn í eitt forrit (GOOGLE EARTH).  Menn með illar hvatir virðast nýta sér upplýsingatæknina til voðaverka úti í hinum stóra heimi.  Annars er þetta athyglisvert með google earth, maður kíkir oft á þetta en svo virðist sem lítið sé uppfært í þessu forriti hvað varðar Ísland, það eru nokkrar ljósmyndir af Suðvesturhorninu en lítið meira.  Hvers vegna er ekki hægt að bæta myndum af öllu landinu þarna inn?  Eru það höfundarréttar reglur eða eitthvað lagalegt sem kemur í veg fyrir þetta, þetta er náttúrulega bráðsnjallt forrit!  Er það kannski svo að stofnun einsog Landmælingar Íslands séu eitthvað á móti þessu eða hvað skyldi það vera sem kæmi í veg fyrir að myndir af Íslandi séu þarna, örugglega væri það góð auglýsing fyrir ferðamannaiðnaðinn og yki áhuga erlendra á landinu!  Þó vonandi ekki samt hryðjuverkamanna!


mbl.is Auðveldar Google Earth hryðjuverk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrking krónunnar!?

Þessa dagana styrkist gengi krónunnar hratt, er það eðlilegt í ljósi þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til að hálfu Seðlabankans og IMF.  Spekúlantar fjármálastofnana eru farnir af stað aftur eftir hrunið mikla í bönkunum, þeir gefast ekki upp með sínar spár um framtíðina, ekki frekar en veðurfræðingar Veðurstofunnar.  Glitnir spáir í morgunkornið hjá sér með eftirfarandi hætti: Þróunin er afar jákvæð fyrir stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja, kaupmáttur heimilanna eigna og skuldastaða er afar háð gengisþróuninni, svo er talað um áhrif af flotsetningu krónunnar o.s.frv.  Það er nú gott að sérfræðingar bankanna skuli vera farnir aftur að gefa út spár á ný eftir þennan stóra skipskaða sem þeir urðu fyrir fyrr í haust, nú verður þó annað uppi á teningnum, spárnar eiga bara eftir að verða nákvæmari framvegis, enda ekki annað mögulegt þar sem ríkið og alþjóðabankinn verða með puttana í öllum málum á næstunni og stjórna framvindunni en ekki forsvarsmenn bankanna. 
mbl.is Krónan styrkist um 1,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskólafundurinn.

Fundur var settur í Háskólabíói í kvöld, nokkur fjöldi manns mætti á fundinn og átti góða kvöldstund saman sem var hið besta mál.  Margir forkólfar Verkalýðsins mættu á fundinn til að sitja fyrir svörum.  Ekki komst ég sjálfur á fundinn vegna anna við að blogga og fl.  En samkv. frétt mbl.is var rætt um mörg mikilvæg málefni eins og verðtryggingu, skuldir heimila og fl. í þeim dúr, eins og segir í fréttinni.  Á fundinum tók Ásta Rut heimilishaldari til máls og sagðist sýna aðgát og aðhaldssemi í rekstri heimilisins og stunda siðlega og löglega viðskiptahætti.  En hún gagnrýndi Verkalýðsforystuna fyrir ofurlaun og spurði hvernig fólk eins og þeir gætu verið í tengslum við hinn almenna launamann?  Hún var svo klöppuð og hyllt mikið fyrir ræðu sína.  Það athyglisverða í þessu finnst mér þó vera að hinir sömu og klöppuðu fyrir henni geri ég ráð fyrir að séu "launþegar" í þessu landi og þeir hinir sömu og kusu þessa verkalýðsleiðtoga til forystu í sínum samböndum.  Þá komum við að því sem máli skiptir í þessu öllu,  þ.e. gamla máltækið sem segir: Enginn á betra skilið en það sem hann kýs yfir sig!
mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FME: Löglegt og siðlegt.

Ekki kom á óvart þessi athugun FME, enda getur hún ekki og vill ekki taka af skarið í svona málum. Langflestar "athuganir" eftirlitsstofnana Ríkisins eru yfirleitt með svipuðum hætti, í versta falli er farið fram á að menn "lagi" hlutina, þannig að framvegis séu þeir gerðir með betri hætti en síðast.  Traust manna á Nýja Glitni hlýtur að stóraukast við þetta og fólk mun flykkjast með aura sína í bankann vitandi það að þar ríkja stjórnendur sem vita sínu viti í fjármálum! Enda hlutirnir framkvæmdir þar í "góðri trú" alla jafna. 
mbl.is FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur um mál málanna í Mannamáli.

Það kemur ekki á óvart að Össur hafi staðið að bókun um að Davíð starfaði ekki í umboði Samfylkingar.  Reyndar var það sjálfgefið og hefði ekki þurft neina bókun í þeim efnum!  Örugglega er Davíð sjálfur feginn að fá það á hreint, að hann  starfi ekki í umboði kratanna.  Annars virðist sem Össur hafi sjálfur leikið einleik í þættinum hjá Sigmundi og skilst mér að Sigmundur hafi ekki komist mikið að með þær hundruði spurninga sem áhorfendur þáttarins voru búnir að senda inn fyrir þáttinn í kvöld. 
mbl.is Bókunin frá Össuri komin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að 8.þúsund gestir á ári!

Þetta gera allt að 22. gestir á dag allt árið,  sem heimsækja Bessastaði.  Það er því líflegt þar á bæ, og svo ekki sé talað um það að Forsetinn sjálfur er ekki heima dágóðan partinn af árinu!  Maður mætti ætla að fólki sé ekki svefnsamt þarna fyrir áreiti gesta árið um kring.  Maður skilur nú hvers vegna Forsetinn er svona mikið á heimshornaflakki, hann vill að sjálfsögðu getað hvílt sig og losnað eitthvað undan þeim skyldum að þurfa að taka á móti tugum gesta hvern dag, skil ég nú Óla og Dorrit vel að þau reyni að vera að heiman sem oftast.  En það sem máli skiptir þó í þessu öllu er að beinn kostnaður við embættið er a.m.k. 60 millur á ári, en það skil ég þó að það svíði menn hjá embættinu að tönglast sé á þessum hlutum í fjölmiðlum, og það kannski meira nú en áður þegar Forsetinn hafði betri sambönd inn á fjölmiðlana.  En kannski eru breyttir tímar og fólk er meira farið að spá í þessa kostnaðarhlið hjá Ríkinu. 
mbl.is Forsetaembættið mótmælir frétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fækkun á Austurvelli.

Mótmælendum fer fækkandi á Austurvelli, ekki nema um fimmtánhundruð á fundi þar í dag!  Hvað veldur?  Skyldi það  vera að fólk sjái að það er að verða umsnúningur í efnahagsmálunum, gengi krónunnar styrkist dag frá degi, eldsneytisverð fer hratt lækkandi þessa dagana, eða er fólk upptekið í jólainnkaupunum, það má lengi velta því fyrir sér.  Þrátt fyrir gott veður í dag mættu ekki fleiri en raun ber vitni.  En hvað gera þeir sem stýra mótmælunum, jú þeir boða til óvæntra aðgerða í næstu viku!  Nú verður gripið til örþrifaráða!! segja þeir.
mbl.is „Ábyrgðin er ekki okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira "bailout".

Já, það er ekki bara hér á landi sem kreppir að, þótt menn vilji stundum tala eins og svo sé.  Í Bandaríkjunum er ekki síður ástandið slæmt.  Bílaframleiðendur reyna með öllum mætti að sannfæra stjórnmálamenn um að bjarga sér með almannafé.  Og upphæðirnar eru ekkert smáræði, allt að 34 milljarðar dala er farið fram á!  Repúblikanar eru tregir að koma til bjargar en Demókratar virðast veikir fyrir því að bjarga eigendum þessara fyrirtækja, virðist sem þeir ætli að reyna að finna leið á næstunni, til að koma peningum inn í bílabransann þar í landi.  Það verður merkilegt að fylgjast með hvernig nýr forseti tekur á málum þar í upphafi næsta árs. 
mbl.is Vilja tugi milljarða í aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisvert!

Krónan styrkist, nú þegar krónan hefur verið sett á flot, athyglisvert að fylgjast með næstu daga, almennt hafa sérfræðingar talað krónuna niður og verið neikvæðir gagnvart styrkingu krónunnar fyrst eftir að hún yrði sett á flot, en þetta sýnir þó að allt getur gerst, hvað sem ýmsir fræðimenn segja um málið!
mbl.is Krónan styrktist um 8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll: Miserfitt að hætta í pólitík!

Árni Páll kom orðlaus af fundi Viðskiptanefndar, hafði í raun ekkert að segja fréttamönnum, það eina að  honum hefði fundist Davíð eiga "miserfitt með að hætta í pólitík" hvað sem hann nú meinar með því!  Þessi fundur stóð í eina og hálfa klukkustund, og virðist sem Davíð hafi mætt þarna til að skemmta nefndarmönnum í 90. mínútur, nokkuð gott bara hjá honum, nokkurskonar jólafundur.  Þessi langþráði fundur skilaði engu eins og búast mátti við fyrir löngu síðan.  Bankaleynd kom í veg fyrir upplýsingagjöf, eitthvað sem menn hefðu átt að vita fyrir löngu síðan!
mbl.is Miserfitt að hætta í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband