Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
11.1.2009 | 12:29
Kemur ekki á óvart.
Þessi könnun Daily Telegraph kemur ekki á óvart, Bretar hræðast það greinilega að missa öll völd á pundinu sínu, og það þrátt fyrir fall á pundinu undanfarið. Þeir vilja fara hægt í þessum málum og vilja sjá hvernig Evrópusambandið þróast á næstu árum, þeir trúa greinilega ekki nóg á samstöðuna í sambandinu til lengri tíma litið, enda eðlilegt í ljósi sögunnar.
Bretar vilja snúa baki við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 00:13
Minnisvarði draumóramannana.
Tónlistarhúsið er nú orðið nýtt Þjóðarbókhlöðudæmi, sem á eftir að verða landanum til trafala næstu árin. Líklega endar þetta með sérstökum skatti sem settur verður á landann til að hægt verði að klára "dæmið" með reisn fyrr, frekar en seinna. Þessi draumur nokkurra manna um að fá höll sambærilega við tónlistarhallir úti í hinum stóra heimi, verður landanum dýr að lokum. Ódýrast væri að rífa þetta niður og ná fólki aftur niður á jörðina, sá kostur verður þó líklega undir í umræðunni býst ég við. Skuldaklafinn á eingöngu eftir að aukast vegna þessa hrúgalds við höfnina. En ein hugmynd er þó kannski umræðuhæf en það er að nýta þessa byggingu sem "Fangelsi" enda í umræðunni að byggja nýtt, og útlitið á henni núna (tónlistarhúsinu) bara nokkuð í stíl við þessi fangelsi sem maður sér í Bíómyndunum.
Reynt að leysa mál Tónlistarhúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 16:12
FME mátti sín lítils!
Í höndum fjármálastofnana landsins mátti FME sín lítils greinilega, starfsfólk þess var greinilega lítið inni í málum, m.a. vegna Starfsmannaveltu sem hrjáði það, hún var mikil í þessu fyrirtæki eins og mörgum öðrum, þar sem fólk var á lægri launum almennt, þannig að aðrar fjármálastofnanir gátu yfirboðið hvað launakjör varðaði og náð sífellt í vel þjálfað starfsfólk frá Ríkinu þegar á þurfti að halda. Bankar og aðrar fjármálastofnanir voru alltaf skrefinu á undan FME í öllum málum, og Lögfræðingastóð þessara stofnana höfðu greinilega málin á hreinu á meðan FME hefur sífellt þurft að eyða orku í að setja nýtt fólk hjá sér inn í málin að því er manni sýnist. Þetta sýnir og sannar það að Mannauðurinn skiptir oft miklu máli í rekstri hvers fyrirtækis.
„Rauðir í framan af reiði“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 15:25
Kreppir að í Heilbrigðisgeiranum.
Það er víða samdráttur og svo sem ekki við öðru að búast, hvort sem er hjá hinu Opinbera eða í Einkageiranum. Fyrirtæki og stofnanir eru að reyna að laga sig að breyttum aðstæðum og því kemur ekki á óvart að Heilbrigðisráðherrann tekur af skarið í þessum málum, eitthvað sem aðrir Ráðherrar mættu taka sér til fyrirmyndar. Auðvitað verða menn aldrei sáttir með breytingar sem þessar, en reynt er að gera þetta með sem átakaminnstum hætti að því er manni sýnist. Ráðherra verður allavega ekki sakaður um að gera ekki neitt!
Hagræðing um 1,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 12:03
Stjörnurnar flykkjast í Framsókn.
Já, mikið rót virðist vera á fólki í pólitíkinni nú um stundir, fyrir nokkru skellti Jónína Ben sér yfir til framsóknar og núna fer Guðmundur Steingríms þangað líka! Ég býst nú við að fleiri "stjörnur" eigi eftir að hoppa á milli flokka á næstunni, enda kjörið tækifæri fyrir minni spámenn að ná frægð og frama með aukinni athygli við flokkaskipti.
Guðmundur í Framsóknarflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2009 | 14:05
Allir vilja afslátt.
Einar K. segir að gengi krónunnar sé ástæða fyrir að skuldir sjávarútvegs séu háar, þetta batni þegar gengið styrkist. Eitthvað minnir mig nú á að þegar gengið var mjög sterkt, þá hafi sjávarútvegurinn kvartað mikið yfir of sterkri krónu, en þannig er nú það bara, menn kvarta oftast sama hvernig árferðið er. Nú er verið að reyna að semja um afslátt fyrir sjávarútveginn hjá bönkunum, sem er alveg skiljanlegt út af fyrir sig. En jafnræði þarf að ríkja og ef sjávarútvegurinn fær afslátt, þá þarf líka að bjóða almenningi þann afslátt með svipuðu móti. Lán hafa hækkað almennt og á þá ekki að gefa almenningi afslátt af þeim lánum sem þar hafa myndast?
Skuldastaðan mun batna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2009 | 12:03
Sprengisandur.
Í þættinum á Sprenigsandi á Bylgjunni voru þeir Sigurður Kári (S) og Ögmundur Jónasson (VG) í viðtali, þar deildu þeir hressilega um í hverju framtíð fólksins í landinu fælist. Ögmundur taldi að best væri að koma á blönduðu hagkerfi hér þar sem mörg lítil fyrirtæki fengju að njóta sín, en ekki var það útskýrt nánar hvað átt væri við með þessu "blandaða hagkerfi", þó má ætla að stærri fyrirtækin yrðu líklega í Ríkiseigu eða á forræði hins opinbera, ekki ólíklegt miðað við að Ögmundur sjálfur er Formaður BSRB. Gallinn við þetta blandaða hagkerfi vinstri grænna er að það myndi aldrei ná að verða samkeppnishæft hagkerfi vegna smæðar sinnar. Í samkeppnishæfu hagkerfi þá verður að leyfa því að þroskast og ná að stækka til að ná einhverri hagkvæmni, annnars verður þetta hagkerfi fljótt undir í alþjóðlegu samhengi, nema við höfum bara LOKAÐ hagkerfi fyrir okkur sjálf! Annað var athyglisvert í þættinum og það var að Ögmundur og Sigurður voru sammála um að gera fólki kleyft að taka út Séreignarsparnaðinn að einhverju eða öllu leyti til að greiða niður dýr yfirdráttarlán og fleira, þetta ætti að geta orðið þverpólitísk samstaða um að því er virðist, enda flestir flokkar inni á þessu.
3.1.2009 | 13:30
Forðast afstöðuna um ESB.
Steingrímur fer mikinn í umræðunni um Ríkisstjórnina í DV. Aðallega áhugasamur um kosningar, en lítið annað! Hefur greinilega lítið annað fram að færa en að berjast fyrir kosningum og komast í Ríkisstjórn, sama með hverjum í raun. Í Ríkisstjórn með Samfylkingu er möguleg lausn að hans mati, en í raun ekki þar sem Samfylking rær að því öllum árum að komast í aðildarviðræður við Evrópusambandið! Steingrímur fer sem köttur í kringum heitan eldinn með að ræða afstöðu sína í þeim málum. Talar um að "leysa málin" en hefur ekki lausnina á reiðum höndum frekar en ýmsir aðrir þessa dagana. En áfram heldur hann að predika um góða kosti sína, allavega á meðan rótleysið ríkir hjá almenningi hvað varðar stjórnmálaafstöðuna!
Kosningar óumflýjanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2009 | 22:37
Nýr framkvæmdarstjóri í stað gamla "forstjórans".
Fréttin segir að framkvæmdarstjóri hafi verið ráðinn í stað forstjórans sem var settur af? Hún tekur við af "forstjóranum" Hermanni Jónsassyni. Ja, SKO, nú skilur maður ekki? Var verið að ráða framkvæmdarstjóra í stað forstjóra áður, ef svo er, þá er það náttúrulega ákveðin hagræðing út af fyrir sig má segja...
Ragnhildur tekur við Tal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2009 | 13:17
Gleðilegt ár.
Já, árið byrjar með nýjum ferskum könnunum. Sveiflur í fylgi flokkana er mikið þetta misserið, og því ekki mikið á könnunum að græða. Mikið rót er á fólki og það veit margt hvert ekki í hvern fótinn það stígur í á morgnana þegar það vaknar! Fylgismælingar verða óneitanlega skakkar í þessu óvissuástandi sem ríkir í efnahagsmálum landsins. Það eina sem við getum verið viss um, er að þegar botninum er náð, þá liggur leiðin bara upp á við, hvenær svo sem það verður.
Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Topplistinn.
Af mbl.is
Erlent
- Þúsundir flýja heimili sín á ný
- Rússar telja ekkert nýtt felast í hótunum Trumps
- Við börðumst fyrir þessu í áratugi
- 78 látnir eftir brunann: Ellefu handteknir
- Milljarðamæringur hleypur undir bagga
- Uns allir deyja
- Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington
- Bréf Bidens til Trumps: Megi Guð blessa þig
- Saksóknarar rannsaki embættismenn
- Nýr gróðureldur blossar upp í Los Angeles