Færsluflokkur: Fjármál

Verðbólga 2,5% í byrjun næsta árs!?!

  Verðbólgumarkmið Seðlabankans 2.5% í byrjun næsta árs eru dágóð bjartsýni miðað við hvað er framundan í verðlagsmálum hér á landi.  Hækkanir á hækkanir ofan eru það sem koma skal á næstu mánuðum, svo ekki sé nú talað um alla stóru hækkana póstana sem við fáum yfir okkur frá hinu opinbera um næstu áramót!  Allar hækkanir á næstunni fara beint í vísitöluútreikningana og valda þ.a.l. hækkun á verðbólgu.  Eins og áður hefur verið sagt er ekkert í spilunum sem sýnir fram á aðhald í ríkisrekstri á næstu misserum, öllu verður "skvett" út í verðlagið.   Athyglisvert verður að heyra í forsvarsmönnum ASÍ og SA eftir þessa síðustu ákvörðun Seðlabankans!
mbl.is Slaknað á peningalegu aðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun vaxta í takt við þróun mála hjá Ríkisstjórn.

  Greinilegt er að Seðlabankinn hefur ekki trú á þeim aðgerðum sem Ríkisstjórnin leggur til í hagræðingaaðgerðum sínum!  "peningastefnunefnd" sér ekki mikið gerast í landstjórninni sem gefi tilefni til lækkunar stýrivaxta að ráði.  Ríkisstjórninn færir ekki fram neinar tillögur til hagræðinga innan Ríkisgeiranns.  Eina lausnin hjá stjórnvöldum er að leggja á skatta og aftur skatta og það sérstaklega á almenning, en ekki hróflað við þeim geira sem snýr að stofnunum sem til að mynda Vinstri grænir hafa með að gera og má þar nefna sérstaklega Heilbrigðiskerfi sem og Menntakerfinu svo ekki sé nú minnst á Umhverfisráðuneytið.  Í þessum geira verður líklega ekki hróflað við miklu.  Alvöru tiltekt er ekki á dagskrá hjá hinni háu Ríkisstjórn,  skellurinn verður tekinn af almenningi eins og búast mátti við frá upphafi.  Og þetta veit Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn mæta vel. 
mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarhús, þjóðinni dýrkeypt.

   Eins og gera mátti ráð fyrir í upphafi, þá verður tónlistarhúsið baggi á þjóðinni næstu árin og við þurfum að greiða með þessu "bákni" langt inn í framtíðina.   Þetta verður eins og með Þjóðarbókhlöðuna forðum, endar með að settur verður sérstakur skattur til að klára verkefnið, reikningurinn sendur skattgreiðendum.
mbl.is Tónlistarhús 650 millj dýrara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin festa í sáttmála nýrrar Ríkisstjórnar.

   Það er alveg ljóst að ekki nokkur festa er í hinum nýja sáttmála Ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag.  Svo virðist sem taka eigi málunum einfaldlega eftir því hvernig þó þróast frá degi til dags.  Ekki nokkra lausn er á því að finna hvernig efla eigi arðbæra atvinnustarfsemi í landinu næstu misserin.  Þetta hlýtur að vera forgangsmál að finna lausn á slíkum málum, nú þegar fyrirtækin í landinu fara að gefa upp öndina hvert á fætur öðru.  Formaður vinstri grænna gefur loforð um að draga eigi úr Ríkisútgjöldum svo um munar á næstunni en veit það sjálfur fyrir víst að hann sjálfur fær engu ráðið um það, þar sem flokkur hans stendur fyrir allt annað en sparnað í Ríkisgeiranum.  Ljóst er hinsvegar að landinu verður stjórnað að mestu af AGS (alþjóða gjaldeysissj.) næstu mánuði og vegna krafna frá þeim sjóði munu stjórnvöld þurfa að einhverju leyti uppfylla kröfur frá honum, en það verður ekki gert vegna frumkvæðis frá Ríkisstjórninni heldur vegna krafna AGS.  Og þetta mál með ESB er hreinn brandari hvernig það á að verða afgreitt!! 
mbl.is Ætla að treysta á andstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn treystir á að Ríkisstjórn komi á verulegum Skattahækkunum!

   Þetta er það sem Seðlabanki gerir ráð fyrir í áætlunum sínum.  Verðbólga hjaðnar hratt þessa dagana,  og svo virðist sem að Seðlabanki geri EKKI ráð fyrir að sjá nýjar hugmyndir frá Ríksstjórn hvað varðar nýjar arðvænlegar framkvæmdir hér á landi á næstunni, einungis stöðnun sé framundan að því er virðist, enda sýnist manni svo vera, enda ekki við öðru að búast frá núverandi valdhöfum í landinu og því eru þeir hjá Seðlabanka greinilega jafn vonlitlir um bjarta tíma á næstunni.  Þess vegna segja þeir einu lausnina á næstunni vera SKATTAHÆKKANIR!!!
mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð segir mistök að hafa aðskilið FME og Seðlabanka!

      En á hinn bóginn hafi það verið gert vegna þeirra leiða sem farnar voru í Bretlandi undir stjórn Gordon Browns árið 1999.  Við þetta urðu báðar stofnanirnar nánast áhrifalausar gagnvart bankaútþennslunni.  Hann segir að á þeim tíma hafi menn orðið að fylgja fordæmum Breta, enginn hafi getað áttað sig á því hvað myndi gerast löngu síðar í fjármálageiranum um allan heim! Þá segir Davíð í greininni að hann hefði viljað að enginn gæti átt meira í bönkunum en átta prósent hlut, en erfitt hafi verið að halda aftur af mönnum, og það fólk sem skammast mest út í Davíð, hafi verið sama fólkið og á sínum tíma taldi að það væri ógjörningur að setja takmörk á eignarhald í bönkum. 
mbl.is Davíð segist ætla að skrifa smásögur og planta trjám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík umskipti!

   Það er grátbroslegt að horfa á Skipstjórann í VG, hann er bókstaflega ekki sami maðurinn og fyrir nokkrum vikum síðan, hann er allt annar maður, hreint ótrúlegt að horfa á hann á þinginu og í viðtölum við fjölmiðlana, maðurinn hefur allur mýkst upp og er orðinn hið mesta "prúðmenni" í öllu atferli og samskiptum.  Hann er skólabókardæmi um það hvernig pólitíkus breytist úr því að vera óbreyttur þingmaður og í það að vera Ráðherra.   Ólíkt öðrum þingmanni VG, Álfheiði Ingadóttur, sem ekkert breytist í atferli og hegðun þótt hún sé komin í meirihlutastjórn (í minnihluta) og orðin formaður í nefnd hjá hinu háa Alþingi, hún heldur uppteknum hætti og er sami uppreisnarseggurinn og áður, alltaf til í að leggjast í stríð án nokkurs undirbúnings, sannur byltingarsinni sem spáir ekkert í afleiðingar gjörða sinna!
mbl.is Góðir fundir með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi skeri á hnútinn með Þingsályktun.

   Það hik sem komið hefur á Vinstri græna í hvalamáli setur ákvörðun Einars K. í uppnám.  Því er það eðlilegt að fá úr þessu skorið með atkvæðagreiðslu á Alþingi og ekki vanþörf á!  Steingrímur og hans lið í Vinstri grænum stjórna þessa dagana eins og þeir séu í meirihlutastjórn en ekki minnihluta. Það er öllum ljóst sem hlustað hafa á Steingrím varðandi þetta mál, þá vill hann með öllum mætti,  tefja það í lengstu lög að hafnar verði veiðar í sumar á hval.  Með þessari tillögu á Alþingi skulum við vona að það verði tekin af öll tvímæli í þessum efnum og vinstri grænir hlýti vilja þess.
mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáleysi hverra?

   Fundur á Akureyri þar sem spjallað verður um hverjir hafa framið landráð af gáleysi.  Þetta er umræðuefni sem menn munu seint geta hætt að ræða um, ætli þetta umræðuefni verði ekki eins og með kvótaumræðuna, menn munu seint koma sér saman um niðurstöðu með hvernig hátta eigi með fjármál fólks í þessu landi, hverjum er um að kenna o.s.frv.   Þeir sem tóku þátt í þeirri fjármálabólu sem gekk yfir heiminn verða nú að horfa í þær afleiðingar og taka þeim.  Við Íslendingar tókum þátt í þessu af fullum krafti.  Hér á landi var gósentíðin svo mikil að fólk "blindaðist" af öllu saman og gáleysið hjá okkur keyrði fólk fram af brúninni, margir hverjir héldu að "bólan" myndi aldrei springa!  Meira að segja helstu sérfræðingar í fjármálum Íslendinga trúðu á endalausa uppsveiflu og fylgdu "útrásarvikingum" í blindni sinni út í ystu æsar! 
mbl.is Borgarafundur á Akureyri í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frumvarp með hraði!

   Nú er keyrt í gegnum þingið frumvarpi með hraði.  Slík vinnubrögð eru talin eðlileg af núverandi stjórn.  Menn eru greinilega fljótir að gleyma því þegar stjórnarandstaðan kvartaði í sífellu hér áður að verið væri að henda málum í gegn, vanhugsuðum og illa ræddum málum!  Nú gera vinstri flokkarnir einmitt það sem þeir hafa helst gagnrýnt í gegnum tíðina og það með enn meiri hraða, nánast keyrt í gegn með "hraðlest".  Athyglistvert þetta með Jóhönnu og það að hún skuli vinna að málum gegn eigin samvisku eins og það að virða sjálfstæði Seðlabankans.  Greinilega verið að gera hosur sínar grænar (eða rauðar)  fyrir kjósendum sínu.
mbl.is Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband