Færsluflokkur: Fjármál

Það er ljós í myrkrinu.

   Hinar sjúklegu fæðingarorlofsgreiðslur eru loksins að komast á skynsamlegt plan.  Í upphafi voru einstaklingar úr hægri og vinstri amri stjórnmálanna með í að koma þessu kerfi á, en nú eru þessar greiðslur orðnar miklu skynsamlegri en þær voru í upphafi, enda þetta orlofskerfi margbúið að sprynga!
mbl.is Ætla að skerða greiðslur í fæðingarorlofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt! ef rétt reynist.

   Það er ótrúlegt ef þjóðin á að taka á sig auknar byrðar í þessu máli!  Og ef semja á um að niðurstaða dómstóla eigi ekki að hafa neina þýðingu í málinu, það eigi bara semja upp á "nýtt".  Borgarar þessa lands sem ekki höfðu neina aðkomu að þessu fjármálahruni sem varð eiga að rétta Bretum og Hollendingum hjálparhönd, og verða við þeirri "fjárkúgun" sem þeir fara fram með gegn landsmönnum.  Ef þetta verður niðurstaðan, þá hljóta landsmenn að hugsa sinn gang með hverja þeir eru að styðja til valda í þessu landi.  Við bíðum og sjáum hverjir muni styðja þessar "stríðsskaðabætur" Breta og Hollendinga.
mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta vissum menn!

   Kemur ekki á óvart, eins og ég hef áður sagt, þá lá það beint við fyrir löngu að verðbólga yrði nær því að vera tveggja stafa tala.  Há verðbólga verður viðloðandi allann þann tíma sem þessi Ríkisstjórn mun ríkja, það er alveg ljóst.  Ríkisstjórn Íslands mun sjá til þess að kverkatakinu verði ekki sleppt af skattborgurum landsins.
mbl.is Verðbólguspá hækkuð umtalsvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já takk.

  Jú, það er þakkarvert að bjóðast til að losa mig við eitthvað af mínum skuldum, ég bíð spenntur eftir að sjá hvað ég losna við mikið?
mbl.is Aukið svigrúm til afskrifta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hverju felst sú barátta?

   Að draga saman í Ríkisrekstri, til að mynda í heilbrigðisgeiranum og öðrum Ráðuneytum eins og Utanríkisráðuneyti t.d.  Ekki er svo að sjá að mikill gangur sé í þeim málum á þeim bæjum.  Ekki miklar hagræðingar sem eru í pípunum þar t.d. sameiningar og fleira slíkt!  Svo virðist sem menn sópi öllu undir teppið og ætli að reyna enn meir að ná til baka einhverju með auknum sköttum á þá sem lítið eiga eftir hvort eð er.  Við munum þurfa að bíða enn meir eftir aðgerðum sem eiga að taka á vandanum sem Steingrímur J. talar svo mikið um.  Ekki verður það allavega  í formi einvherra tillagagna hvað varðar atvinnuuppbyggingu að einvherju tagi, það er ljóst, allavega ekki með erlendu fjármagni til að mynda í stóriðnaði, enda Vinstri grænir á móti öllu slíku eins og við vitum öll.
mbl.is Hörkubarátta framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skal segja?1?

    Hann hefur nokkuið til sín máls!  Svo virðist sem Íslendingar séu að semja af sér í þessum samningjum.  Eitt er víst að formaður Framsóknar halar inn atkvæði með sínum síðustu ummælum.  Spennandi að fylgjjast með framvindu mála á næstunni...
mbl.is Miðstjórn Framsóknar: Þingmenn styðji ekki Icesave samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn leggja sínar tillögur fram!

   Samkvæmt þessari frétt virðast Sjálfstæðismenn tilbúnir með sínar tillögur í Efnahagsmálum, og forvitnilegt að fylgjast með á næstu dögum hvernig menn bregðast við.  Þetta virðast raunhæfar tillögur við fyrstu sýn og vonandi að menn líti á þær almennt með jákvæðum augum.  Ljóst er að Sjálfstæðismenn ætla ekki að liggja á liði sínu við að færa fram hugm. um endurreisn bankakerfisins og efnhag þjóðarinnar í heild!  Vonum svo að Alþingi geti nú komið sér saman um að vinna þessi mál áfram í sátt, því þau eru brýn og nú liggur á að allir leggist á eitt við að koma málum í réttan farveg.
mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram efnahagstillögur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiljanlegar áhyggjur.

  Það er skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af þessu máli.  Það lítur út fyrir að fólkið treysti ekki núverandi stjórnvöldum til að fara með þessi skuldamál þjóðarinnar.  Samningurinn sem lagður hefur verið fram á Alþingi er afspyrnuslakur og ljóst að fólk hugsar mikið um hvað á að gera á næstu misseruml.  Á fólk að  reyna að flýja þetta "sökkvandi skip" okkar eða á fólk að reyna að standa þetta af sér og vona að eftir 7. ár þá verði búið að breyta aftur þessum skuldum í eitthvað allt annað!!  Kannski jú ef núverandi stjórnvöld verða búin að semja okkur inn í ESB líka og þannig búið að koma hnútum þannig fyrir að við eigum engra kosta völ þegar við verðum endanlega hrokkin ofan í "kok" ESB báknsins.
mbl.is Hrekkur ekki fyrir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisábyrgð!

  svo virðist sem verið sé að veita Ríkisábyrgð á greiðslu lána vegna gamla Landsbankans og eigna hans erlendis.  Ljóst er að þetta verður þungur baggi á Ríkissjóði seinna meir.  Athyglisvert að stjórnarflokkarnir skuli hafa komið sér saman um þessa niðurstöðu, erfitt að gera sér þó grein fyrir smáatriðum í þessu máli enn sem komið er, en greinilegt að allt er gert til að kaupa sér frið gagnvart þessum ESB löndum.
mbl.is Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldinni skellt á frjálshyggjuna!

   En málið var: það var engin frjálshyggja sem kom Íslensku þjóðinni í þessa stöðu!!  Þetta endalausa "væl" um að frjálshyggja hafi verið þarna í spilunum gengur engan veginn upp!  Árni þór virðist falla í þá einföldu gryfju að túlka það litla frelsi sem auðmenn höfðu á sínum tíma til að koma aurum almennings úr landi sem svo að það hafi verið gert í nafni "frjálshyggju".  Þvílík endemis vitleysa.  Íslendingar komu sér í þessa stöðu vegna þess kerfis sem "RÍKIN" í ríkjunum í kringum okkur sköpuðu þessum aðilum til að spila með okkur "rassinn úr buxunum".  Fyrst m.a. í USA þegar Clinton réð og ríkti hvað varðar húsnæðismarkaðinn og braskið sem RÍKIÐ skapaði í kringum það og svo Seðlabankarnir víða um lönd í hinum vestræna heimi sem opnuðu sig gagnvart lánveitendum stórum sem smáum.  Þetta hafði ekkert með frjálshyggjuna að gera, menn verða að átta sig á staðreyndunum.
mbl.is Pétur er harmi lostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 742

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband