Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sérleyfi eða Einkaleyfi.

Þetta er athyglisverð deila sem þarna er í gangi. Deilur tveggja aðila sem vilja stunda akstur milli tveggja staða óáreittir og án nokkurrar samkeppni.  Fyrir það fyrsta er það fáránlegt að stofnun eins og Vegagerðin skuli hafa með það að gera hver fái að á Þjóðvegum landsins, og svo hitt almennt, að fyrirtæki geti fengið sérleyfi til að aka fólki milli bæja.  Það sem gerir þetta svo enn skondnara, er þessi munur á Sérleyfi og Einkaleyfi.  Þarna eru greinilega deilur í gangi sem ættu að heita til fortíðar, en ættu ekki að þurfa að vera í gangi í því opna Samkeppnisþjóðfélagi sem við búum við í dag!  Hver er annars munurinn á Sérleyfi og Einkaleyfi í raun?
mbl.is Ólögleg sérleyfi veitt Strætó?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nefndin einblínir eingöngu á aðild að ESB!

Greinilegt er að Nefnd Ríkisstjórnar einblínir á aðild að ESB.  Enda verða menn eingöngu í viðræðum við fólk sem er hlynnt inngöngu, en lítill áhuga á að ræða við aðra! Þannig er það bara.  Þannig eru þeir viðræðuhópar sem skipaðir eru af pólitískum samtökum þessa dagana, umræðan verður "ósjálfrátt" mörkuð af þeirri umræðu, hvað þarf til að komast inn í ESB með sem minnstum skaða fyrir þjóðfélagið.  Það verður ekkert rætt um hvort eingöngu eigi að taka upp annan gjaldmiðil, sú umræða mun hverfa í þeirri umræðu um hvernig hægt sé að ganga inn í reglugerðarbáknið með sem minnstum skaða!
mbl.is Umboð Evrópunefndar víkkað út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öflug andkóf boðuð eftir jól!

Já, það er farið að fækka á Austurvelli svona rétt fyrir jólin!  Ákv. hefur verið að boða til kyrrðarstundar á Austurvelli á morgunn.  En eftir jólin ætlar liðið að mæta tvíeflt í slaginn þ.e. eftir timburmennina um áramótin.  Aðsókn hefur farið dvínandi undanfarið, enda fólk núna upptekið af því að mæta á aðrar samkomur t.a.m. verslunarmiðstöðvar af ýmsu tagi og fleira.  Framundar eru mikil Friðarjól þar sem gleði og hamingja mun ráða ríkjum.  Þannig að við óskum öllum bara öllum mótmælatrúuðum gleðilegra jóla!
mbl.is Öflugt andóf boðað eftir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, öll þjóðin fer í Jólaköttinn!

Hækkun áfengisgjald er óumflýjanlegt, það er á hraðferð í gegnum þingið eins og mörg önnur mál þessa stundina.  Álögur á landann verða miklar á næstunni og allar fara þessar hækkanir beint inn í vísitöluna sem mun hækka lánin hjá almenningi strax í kjölfarið.  Þar með er búið að koma á kveðjuverkun í hækkunarferlinu.  Þessar hækkanir þýða svo aukið eftirlit hins opinbera á öllum innflutningi, því þetta mun án efa leiða til allskonar innflutnings smygls á næstunni og aukinna vandamála sem fylgja því að mismunur á verðlagi hér og í löndunum í kringum okkur mun aukast enn og aftur.  Það er jú alveg rétt að við erum að færast ansi mörg ár aftur í tímann með aðgerðum þessarar ríkisstjórnar, því miður verður það að viðurkennast.  SKATTAHÆKKANIR eru það síðasta sem þjóðin þarf á að halda í þessari stöðu!
mbl.is Áfengisgjald hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá hækka skattarnir...

Þá er kominn tími til að  hækka skattana á ný að mati yfirvalda landsins.  Nefskattur Ríkismiðilsins, tekjuskattur, útsvarið og hvað meira á næstunni!!  Nú hljóta vinstri grænir að kætast, því þetta er alveg eftir bókinni hjá þeim.


mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattbyrðin eykst hjá almenningi.

Ljóst er að þessi skattur er hrein aukning við þann skatt er við borgum í dag!  Nú munu allir borgarar þessa lands greiða hann framvegis, 17900kr. per haus á ári! Það þýðir a.m.k tvöfaldar greiðslur á við það sem rukkað var áður fyrir hvert heimili ef miðað er við hjón t.d. RÚV stóreykur tekjur sínar, en búast má við að þjónustan verði nú ekki mikið betri þrátt fyrir það, ekki frekar en fyrri daginn. 


mbl.is Gjald vegna RÚV verður 17.900
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er lítill heimur orðinn!

Já, Merkilegt þetta mál, heimurinn er lítill orðinn, búið að "pakka" honum inn í eitt forrit (GOOGLE EARTH).  Menn með illar hvatir virðast nýta sér upplýsingatæknina til voðaverka úti í hinum stóra heimi.  Annars er þetta athyglisvert með google earth, maður kíkir oft á þetta en svo virðist sem lítið sé uppfært í þessu forriti hvað varðar Ísland, það eru nokkrar ljósmyndir af Suðvesturhorninu en lítið meira.  Hvers vegna er ekki hægt að bæta myndum af öllu landinu þarna inn?  Eru það höfundarréttar reglur eða eitthvað lagalegt sem kemur í veg fyrir þetta, þetta er náttúrulega bráðsnjallt forrit!  Er það kannski svo að stofnun einsog Landmælingar Íslands séu eitthvað á móti þessu eða hvað skyldi það vera sem kæmi í veg fyrir að myndir af Íslandi séu þarna, örugglega væri það góð auglýsing fyrir ferðamannaiðnaðinn og yki áhuga erlendra á landinu!  Þó vonandi ekki samt hryðjuverkamanna!


mbl.is Auðveldar Google Earth hryðjuverk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrking krónunnar!?

Þessa dagana styrkist gengi krónunnar hratt, er það eðlilegt í ljósi þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til að hálfu Seðlabankans og IMF.  Spekúlantar fjármálastofnana eru farnir af stað aftur eftir hrunið mikla í bönkunum, þeir gefast ekki upp með sínar spár um framtíðina, ekki frekar en veðurfræðingar Veðurstofunnar.  Glitnir spáir í morgunkornið hjá sér með eftirfarandi hætti: Þróunin er afar jákvæð fyrir stöðu íslenskra heimila og fyrirtækja, kaupmáttur heimilanna eigna og skuldastaða er afar háð gengisþróuninni, svo er talað um áhrif af flotsetningu krónunnar o.s.frv.  Það er nú gott að sérfræðingar bankanna skuli vera farnir aftur að gefa út spár á ný eftir þennan stóra skipskaða sem þeir urðu fyrir fyrr í haust, nú verður þó annað uppi á teningnum, spárnar eiga bara eftir að verða nákvæmari framvegis, enda ekki annað mögulegt þar sem ríkið og alþjóðabankinn verða með puttana í öllum málum á næstunni og stjórna framvindunni en ekki forsvarsmenn bankanna. 
mbl.is Krónan styrkist um 1,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskólafundurinn.

Fundur var settur í Háskólabíói í kvöld, nokkur fjöldi manns mætti á fundinn og átti góða kvöldstund saman sem var hið besta mál.  Margir forkólfar Verkalýðsins mættu á fundinn til að sitja fyrir svörum.  Ekki komst ég sjálfur á fundinn vegna anna við að blogga og fl.  En samkv. frétt mbl.is var rætt um mörg mikilvæg málefni eins og verðtryggingu, skuldir heimila og fl. í þeim dúr, eins og segir í fréttinni.  Á fundinum tók Ásta Rut heimilishaldari til máls og sagðist sýna aðgát og aðhaldssemi í rekstri heimilisins og stunda siðlega og löglega viðskiptahætti.  En hún gagnrýndi Verkalýðsforystuna fyrir ofurlaun og spurði hvernig fólk eins og þeir gætu verið í tengslum við hinn almenna launamann?  Hún var svo klöppuð og hyllt mikið fyrir ræðu sína.  Það athyglisverða í þessu finnst mér þó vera að hinir sömu og klöppuðu fyrir henni geri ég ráð fyrir að séu "launþegar" í þessu landi og þeir hinir sömu og kusu þessa verkalýðsleiðtoga til forystu í sínum samböndum.  Þá komum við að því sem máli skiptir í þessu öllu,  þ.e. gamla máltækið sem segir: Enginn á betra skilið en það sem hann kýs yfir sig!
mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FME: Löglegt og siðlegt.

Ekki kom á óvart þessi athugun FME, enda getur hún ekki og vill ekki taka af skarið í svona málum. Langflestar "athuganir" eftirlitsstofnana Ríkisins eru yfirleitt með svipuðum hætti, í versta falli er farið fram á að menn "lagi" hlutina, þannig að framvegis séu þeir gerðir með betri hætti en síðast.  Traust manna á Nýja Glitni hlýtur að stóraukast við þetta og fólk mun flykkjast með aura sína í bankann vitandi það að þar ríkja stjórnendur sem vita sínu viti í fjármálum! Enda hlutirnir framkvæmdir þar í "góðri trú" alla jafna. 
mbl.is FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ívar Andersen
Ívar Andersen
Höfundur er verslunarmaður.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Topplistinn.

- G:\Carpenters 3

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband